Guðrún Ólöf Jónsdóttir (ljósmóðir)
Guðrún Ólöf Jónsdóttir frá Rvk, ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur fæddist 22. janúar 1959.
Foreldrar hennar Jón Sigurðsson kontrabassaleikari í Sinfóníushljómsveit Íslands, f. 14. mars 1932, d. 30. apríl 2007, og Jóhanna Unnur Gissurardóttir Erlingson, f. 16. janúar 1832, d. 29. mars 2020.
Bróðir Guðrúnar - í Eyjum:
1. Sigurður Rúnar Jónsson tónlistarmaður, f. 19. janúar 1951. Kona hans Ásgerður Ólafsdóttir.
Guðrún lauk námi í L.M.S.í 1981, námi í H.S.Í. í júní 1985.
Hún var deildarljósmóðir á Sjúkrahúsi Akraness október 1981-30. september 1982, ljósmóðir á Lsp, fæðingadeild 17. júní – 5. september 1984 og 23. júní 1985 - maí 1986. Hún var deildarljósmóðir á Sjúkrahúsinu í Eyjum maí 1986-1. júlí 1987, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur á F.S.A., fæðingardeild júlí 1987-10. júní 1988, í afleysingum á F.S.A. og Lsp sumarið 1988, aðstoðardeildarstjóri Lsp, sængurkvennadeild frá 10. október 1988. (1990).
Þau Baldur giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Michael giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Maður Guðrúnar, (skildu), er Baldur Sigurðsson, f. 16. desember 1957. Foreldrar hans Sigurður Aðalsteinn Björnsson, f. 14. október 1927, d. 9. júní 2016, og Sigríður Guðbjörg Ólafía Ingólfsdóttir, f. 17. nóvember 1928, d. 9. maí 2022.
Barn þeirra:
1. Ragnar Tjörvi Baldursson, f. 8. júní 1983. Kona hans Hulda Freyja Ólafsdóttir.
II. Maður Guðrúnar var Michael Valdimarsson, flugstjóri, f. 22. ágúst 1961, d. 16. nóvember 2017.
Börn þeirra:
2. Þórunn Elísabet Michaelsdóttir, f. 10. október 1991.
3. Daníel Hlynur Michaelsson, f. 18. apríl 1993.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Jóhönnu Erlingson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.