Jóhanna Einarsdóttir (Helgahjalli)
Fara í flakk
Fara í leit
Jóhanna Einarsdóttir frá Helgahjalli fæddist 2. júlí 1874 í Pétursborg í Eyjum, fór til Vesturheims 1880.
Foreldrar hennar voru Einar Jónsson smiður og mormónatrúboði, f. 16. ágúst 1839 á Sámsstöðum í Fljótshlíð, d. 25. maí 1900 í Eyjum, og fyrsta kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Helgahjalli, síðar í Utah, f. 24. júlí 1849, d. 8. maí 1931.
Hálfbróðir Guðrúnar, sammæddur, var Sigurður Þorleifsson húsasmíðameistari í Utah, nefndi sig Sigurd Thor Leifson, f. 20. september 1859, d. 8. mars 1922 í Utah.
Jóhanna var með foreldrum sínum í Pétursborg til 1877, síðan í Helgahjalli og fór með þeim og Ágústínu systur sinni til Utah 1880.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.