Jóhanna Þ. Kolbeins
Jóhanna Þorvaldsdóttir Kolbeins, húsfreyja fæddist 24. febrúar 1930 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þorvaldur Kolbeins prentari, f. 24. maí 1906 á Staðarbakka í Miðfirði, Hún., d. 5. febrúar 1959, og kona hans Hildur Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1910 í Reykjavík, d. 13. ágúst 1982.
Börn Hildar og Þorvaldar:
1. Jóhanna Þ. Kolbeins húsfreyja, f. 24. febrúar 1930 í Reykjavík, d. 14. september 1991. Maður hennar Árni Þór Jónsson, látinn.
2. Hannes Bjarni Kolbeins bifreiðastjóri, ökukennar, leiðsögumaður, síðar í Svíþjóð, f. 29. september 1931 á Seltjarnarnesi, d. 16. september 2018. Fyrrum kona hans Guðríður J. Jensdóttir. Barnsmóðir hans Jórunn Guðrún Oddsdóttir. Sambúðarkona Hannesar Kristín Hákonardóttir.
3. Þorsteinn Þorvaldsson Kolbeins bifreiðastjóri í Reykjavík, f. þar 8. maí 1934, d. 22. apríl 2017. Kona hans Rósa Þorláksdóttir.
4. Pétur Emil Júlíus Kolbeins póstfulltrúi á Akranesi, sölumaður, f. 26. júlí 1936 í Eyjum, d. 11. febrúar 2020. Fyrrum kona hans Sigríður Ingibjörg Ólafsdóttir. Kona hans Criste Anne Kolbeins.
5. Þóra Katrín Kolbeins skrifstofumaður, f. 13. maí 1940. Maður hennar Magnús G. Erlendsson, látinn.
6. Páll Hilmar Kolbeins rafvirki í Reykjavík, f. 13. maí 1940, d. 31. janúar 1997. Kona hans Helga Sigríður Claessen.
7. Þórey Ásthildur Kolbeins húsfreyja, f. 14. desember 1941. Maður hennar Jón K. Þorsteinsson, látinn.
8. Sigríður Kolbeins Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1943, d. 2. september 2022. Fyrri maður hennar var Friðrik Arnar Ásgrímsson. Síðari maður hennar Gunnar Ágústsson.
9. Eyjólfur Þorvaldsson Kolbeins innkaupastjóri, f. 14. febrúar 1946. Kona hans Guðrún J. Kolbeins.
10. Þuríður Erla Kolbeins húsfreyja, f. 25. júní 1950. Maður hennar Helgi Gíslason.
Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Árni Þór giftu sig 1951, eignuðust sex börn. Þau bjuggu lengst við Fjölnisveg 13 í Reykjavík.
Jóhanna lést 1991 og Árni Þór 2005.
I. Maður Jóhönnu, (30. júní 1951), var Árni Þór Jónsson frá Garði í Kelduhverfi, S.-Þing., pópstfulltrúi, yfirdeildarstjóri, efnagerðarrekandi, f. þar 25. apríl 1920, d. 15. apríl 2005. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson frá Skógum í Reykjahverfi, S.-Þing., f. 16. júlí 1880, d. 12. mars 1970, og kona hans Björg Grímsdóttir frá Víkingavatni í S.-Þing., húsfeyja, f. þar 13. júní 1877, d. 9. apríl 1950.
Börn þeirra:
1. Björg Árnadóttir kennari, f. 28. nóvember 1951. Maður hennar Vernharður Gunnarsson.
2. Jón Stefán Jónsson Árnason fulltrúi, f. 31. mars 1953. Kona hans Ingibjörg Á. Hjálmarsdóttir.
3. Hildur Árnadóttir kennari, f. 21. júní 1954. Maður hennar Magnús Halldórsson.
4. Þorvaldur Kolbeins Árnason verkfræðingur, f. 4. júlí 1958, d. 10. desember 2003. Kona hans Guðfínna Emma Sveinsdóttir.
5. Sveinn Víkingur Árnason verkfræðingur, f. 10. október 1959. Kona hans Lilja Sigrún Jónsdóttir.
6. Sigrún Árnadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 24. ágúst 1964. Maður hennar Einar Birgir Haraldsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 12. febrúar 1959. Minning föður hennar.
- Morgunblaðið 25. apríl 2005. Minning Árna Þórs.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.