Þorvaldur Kolbeins (prentari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorvaldur Kolbeins frá Staðarbakka í Miðfirði, prentari fæddist þar 24. maí 1906 og lést 5. febrúar 1959.
Foreldrar hans voru séra Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson prestur á Staðarbakka og Melstað í Miðfirði, f. 20. febrúar 1866, d. 1. mars 1912, og kona hans Þórey Bjarnadóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1869, d. 21. september 1933.

Systkini Þorvaldar í Eyjum voru:
1. sr. Halldór Kolbeins að Ofanleiti, f. 16. febrúar 1893, d. 29. nóvember 1964.
2. Þórunn Kolbeins húsfreyja að Ofanleiti, f. 23. janúar 1903, d. 4. apríl 1969.

Þorvaldur nam preniðn í Ísafoldarprentsmiðju frá 1925 og lauk setjaranámi 1929.
Hann vann í Ísasfoldarprentsmiðju til júlí 1933, vann þá hjá Prentsmiðju Jóns Helgasonar og var þar við vélsetningu til 1934. Hann fór sama ár til Acta, en árið eftir í Gutenberg og var þar nokkra mánuði.
Hann vann í Eyjaprentsmiðjunni 1935 til 1936, en síðan í Félagsprentsmiðjunni til 1947. Þorvaldur vann í Alþýðuprentsmiðjunni 1947-1956, og frá vori 1956 til dauðadags var hann setjari í Gutenberg.
Ritstörf: Ættir Kristjáns A. Kristjánssonar, 1952.
Þau Hildur giftu sig 1929, eignuðust tíu börn. Þau bjuggu í Litla-Hvammi við Kirkjuveg 39B.
Þorvaldur lést 1959 og Hildur 1982.

I. Kona Þorvaldar, (27. nóvember 1929), var Hildur Þorsteinsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 12. maí 1910, d. 13. ágúst 1982.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Þ. Kolbeins húsfreyja, f. 24. febrúar 1930 í Reykjavík, d. 14. september 1991. Maður hennar Árni Þór Jónsson yfirdeildarstjóri.
2. Hannes Bjarni Kolbeins bifreiðastjóri, ökukennar, leiðsögumaður, síðar í Svíþjóð, f. 29. september 1931 á Seltjarnarnesi, d. 1Ko6. september 2018. Fyrrum kona hans Guðríður J. Jensdóttir. Barnsmóðir hans Jórunn Guðrún Oddsdóttir. Sambúðarkona Hannesar Kristín Hákonardóttir. Kona hans Guðrún Benediktsdóttir.
3. Þorsteinn Þorvaldsson Kolbeins bifreiðastjóri í Reykjavík, f. þar 8. maí 1934, d. 22. apríl 2017. Kona hans Rósa Þorláksdóttir.
4. Pétur Emil Júlíus Kolbeins póstfulltrúi á Akranesi, sölumaður, f. 26. júlí 1936 í Eyjum, d. 11. febrúar 2020. Fyrrum kona hans Sigríður Ingibjörg Ólafsdóttir. Kona hans Crista Anne Kolbeins.
5. Þóra Katrín Kolbeins húsfreyja, skrifstofumaður, f. 13. maí 1940. Maður hennar Magnús G. Erlendsson, látinn.
6. Páll Hilmar Kolbeins rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 13. maí 1940, d. 31. janúar 1997. Kona hans Helga Sigríður Claessen.
7. Þórey Ásthildur Kolbeins húsfreyja, f. 14. desember 1941. Maður hennar Jón K. Þorsteinsson, látinn.
8. Sigríður Kolbeins Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1943, d. 2. september 2022. Fyrri maður hennar var Friðrik Arnar Ásgrímsson. Síðari maður hennar Gunnar Ágústsson.
9. Eyjólfur Þorvaldsson Kolbeins innkaupastjóri, f. 14. febrúar 1946. Kona hans Guðrún Jónsdóttir Kolbeins.
10. Þuríður Erla Kolbeins húsfreyja, f. 25. júní 1950. Maður hennar Helgi Gíslason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.