Jóhann Klausen
Jóhann Þorgeir Klausen aðstoðarmaður í Apótekinu í Eyjum, bæjarstjóri á Eskifirði fæddist þar 5. febrúar 1917 og lést 8. júlí 1998 á Hjúkrunar- og dvalaheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði.
Foreldrar hans voru Ingolf Rögnvald Klausen, f. 18. júní 1888, d. 1. júní 1968, og Herdís Jónatansdóttir, f. 25. maí 1892, d. 31. júlí 1969.
Jóhann lauk vélstjóraprófi í Neskaupstað 1942, fékk meistarabréf í netagerðariðn 1960.
Hann ólst upp á Eskifirði og stundaði ungur sjómennsku. Eftir fermingu fór hann til frænda síns Jóhannesar Sigfússonar, sem var lyfsali í Eyjum og vann hjá honum í tvö ár. Síðan hvarf hann heim til Eskifjarðar og stundaði sjósókn.
Jóhann hafði afskipti af sveitastjórnarmálum 1946, var kjörinn í hreppsnefnd á Eskifirði 1958 og sat þar til 1970, þar af oddviti frá 1966. Hann varð sveitarstjóri Eskifjarðarhrepps 1970, varð fyrsti bæjarstjóri kaupstaðarins 1974 og gegndi starfinu til 1977. Þá varð hann vélgæslumaður hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Eskifirði. Árið 1982 varð hann aftur bæjarstjóri til 1986.
Hann var gerður að heiðursborgara 1986.
Þau Auðbjörg giftu sig 1943. Hún lést 1981.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1990. Hún átti fimm börn frá fyrra hjónabandi.
Sigurbjörg lést 2015.
I. Kona Jóhanns, (2. október 1943), var Auðbjörg Jakobsdóttir frá Strönd í Norðfirði, húsfreyja, f. 2. október 1917, d. 24. nóvember 1981. Foreldrar hennar voru Jakob Jakobsson, f. 24. desember 1887, d. 14. febrúar 1967, og Sólveig Ásmundsdóttir, f. 24. júlí 1893, d. 15. maí 1959.
II. Síðari kona Jóhanns, (27. október 1990), var Sigurbjörg Sigbjörnsdóttir frá Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá í N.-Múl., áður húsfreyja á Gilsárteigi og Egilsstöðum, f. 30. apríl 1924, d. 22. ágúst 2015. Foreldrar hennar voru Sigbjörn Sigurðsson, bóndi, f. 14. júní 1892, d. 27. desember 1972, og Jórunn Anna Guttormsdóttir, f. 16. desember 1888, d. 23. febrúar 1969.
Börn Sigurbjargar og fyrri manns hennar Snæþórs Sigurbjörnssonar:
1. Þórhalla Snæþórsdóttir, f. 24. nóvember 1946.
2. Anna Birna Snæþórsdóttir, f. 9. október 1948.
3. Gunnþóra Snæþórsdóttir, f. 31. mars 1952.
4. Sigurbjörn Snjólfur Snæþórsson, f. 11. maí 1955.
5. Kristín Björg Snæþórsdóttir, f. 28. maí 1965.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Jóhanns.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.