Jóhann Jónsson (Sjólyst)
Jóhann Jónsson vinnumaður í Sjólyst fæddist 25. október 1842 og drukknaði 1. júní 1862.
Foreldrar hans voru Jón bóndi á Dyrhólum í Mýrdal, f. 25. nóvember 1808 á Steig í Mýrdal, d. 20. júní 1882 í Hryggjum þar, Ólafs bónda á Steig, f. 1758 á Lambafelli, d. 1812-1816, Einarssonar, Ólafssonar og seinni konu Ólafs bónda á Steig, Fríðar húsfreyju á Steig 1801, f. 1768, d. 5. júní 1835, Jónsdóttur, Bjarnasonar.
Móðir Jóhanns og kona Jóns bónda var Ólöf húsfreyja, f. 4. júní 1811 á Höfðabrekku í Mýrdal, d. 14. júní 1873 á Vestri Búastöðum í Eyjum, Eiríksdóttir, Sighvatssonar og konu Eiríks, Sigríðar húsfreyju, f. 1769, Þorsteinsdóttur.
Jóhann var bróðir
1. Lárusar Jónssonar bónda, hreppstjóra og bátsformanns á Búastöðum.
2. Bjargeyjar Jónsdóttur vinnukonu á Búastöðum.
Jóhann var með foreldrum sínum á Dyrhólum til 1851, var tökubarn þar 1851-1852, hjá foreldrum sínum þar 1852-1853, léttadrengur á Kaldrananesi þar 1853-1855, var hjá foreldrum sínum á Dyrhólum 1855-1856, léttadrengur í Pétursey þar 1856-1858.
Hann var hjá foreldrum sínum á Dyrhólum 1858-1859, síðan vinnumaður í Pétursey, en fluttist þaðan að Sjólyst 1862 og drukknaði við Landeyjasand 1. júní 1863, var jarðs. frá Krosskirkju í A-Landeyjum.
Hann var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.