Stefanía S. Jóhannsdóttir (Þinghól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Stefanía Steinunn Jóhannsdóttir.

Stefanía Steinunn Jóhannsdóttir húsfreyja fæddist 3. mars 1886 á Innri-Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd og lést 14. maí 1963.
Foreldrar hennar voru Jóhann Frímann Jóhannsson, þá bóndi, síðar verkamaður á Óseyrarnesi í Hafnarfirði, f. 5. febrúar 1851, d. 15. júlí 1916, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1855 í Hrunasókn, d. 11. nóvember 1935.

Stefanía var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, var hjú í Fremstagili í Holtastaðasókn í Hún. 1901, vinnukona í Reykjavík 1910.
Þau Björn giftu sig 1914, eignuðust fimm börn, en misstu tvö fyrstu börn sín nýfædd. Þau bjuggu í Vík í Mýrdal 1914-1915, í Skálholti eldra og í Þinghól.
Björn drukknaði 1918.
Stefanía var ekkja í Vík 1918-1919, síðar húsfreyja í Reykjavík.

I. Fyrri maður Stefaníu var Björn Erlendsson frá Engigarði í Mýrdal, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 2. október 1889, drukknaði 3. mars 1918.
Börn þeirra:
1. Anton Björnsson, f. 20. desember 1914, d. 21. desember 1914.
2. Ingibjörg Björnsdóttir, f. 20. desember 1914, d. sama dag.
3. Adólf Ingimar Björnsson rafvirki, rafveitustjóri, f. 28. febrúar 1916, d. 3. mars 1976.
4. Jóhann Garðar Björnsson vélsmiður, verkstjóri í Reykjavík, f. 7. febrúar 1917 í Þinghól, d. 17. febrúar 1977. Kona hans Þórunn Sigurjónsdóttir.
5. Björn Bergsteinn Björnsson iðnrekandi og framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 2. október 1918 í Vík í Mýrdal, d. 26. nóvember 1986. Kona hans Ólöf Helgadóttir.

II. Síðari maður Stefaníu var Stefán Árnason frá Tréstöðum í Hörgárdal, Eyjaf., sjómaður í Reykjavík, f. 22. október 1885, d. 24. desember 1934.
Börn þeirra:
1. Guðjón Ragnar Stefánsson bifvélavirki, rafvirkjameistari í Reykjavík, síðast í Garðabæ, f. 5. október 1922 í Keflavík, d. 27. ágúst 1996. Kona hans Guðrún Helga Helgadóttir.
2. Ingibjörg Smith Stefánsdóttir (Ingibjörg Smith), söngkona, húsfreyja í Annapolis í Maryland, f. 23. mars 1929. Maður hennar Paul Smith.
3. Haraldur Stefánsson flugvirki í Reykjavík, f. 23. mars 1929, d. 8. apríl 2014. Kona hans Kristín Rögnvaldsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.