Ingvar Friðriksson (skipstjóri)
Ingvar Friðriksson frá Birtingarholti, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, starfsmaður á skipamiðlun fæddist þar 25. desember 1944.
Foreldrar hans voru Friðrik Ingvarsson smiður, f. 2. apríl 1926, og kona hans Matthildur Nikulásdóttir, f. 2. júní 1924, d. 1. apríl 2017.
Ingvar var skamma stund með foreldrum sínum. Þau skildu eftir 5-6 ára hjónaband.
Hann fylgdi móður sinni til Rvk og síðan til Akraness, lauk landsprófi, og stýrimannaprófi 1967.
Ingvar var sjómaður frá 15 ára aldri, á varðskipum, togara, bátum og verslunarskipum. Hann var stýrimaður á skipum Eimskipafélagsins og skipstjóri á olíuskipunum Kyndli og Keili. Hann fór í land 2008, er Keilir var seldur, vann síðan hjá MS-skipamiðlun.
Þau Erla giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Garðabæ.
I. Kona Ingvars er Erla Fríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. mars 1946. Foreldrar hennar Sigurður Sigurðsson, bílstjóri, sölumaður, matsveinn, f. 7. desember 1924, d. 16. ágúst 2008, og kona hans Olga Gísladóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1923, d. 1. janúar 2007.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ingvarsson, doktor í líffræði, vinnur á einkaleyfastofu, f. 7. október 1967. Kona hans María Bjarnadóttir.
2. Þórunn Sif Ingvarsdóttir, iðjuþjálfi, f. 24. júlí 1970. Fyrrum maður hennar Hermann Hermannsson. Fyrrum maður hennar Jón Þórðarson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Ingvar.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.