Ingunn Úlfars Sigurjónsdóttir
Ingunn Úlfars Sigurjónsdóttir húsfreyja, læknaritari á Selfossi fæddist 15. maí 1957 í Eyjum.
Foreldrar hennar Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, versluarmaður, móttökuritari, f. 25. desember 1937, d. 10. janúar 2023, og Sigurjón Þór Erlingsson múrarameistari, bæjarfulltrúi, ljóðskáld, f. 12. október 1933.
Þau Jóhann Hannes giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa á Selfossi.
I. Maður Ingunnar Úlfars er Jóhann Hannes Jónsson frá Selfossi, smiður, húsvörður, f. 31. ágúst 1956. Foreldrar hans Jón Guðmundur Jóhannsson, f. 3. nóvember 1930, d. 4. aríl 2003, og Guðrún Ásbjörnsdóttir, f. 19. febrúar 1932, d. 25. september 2017.
Börn þeirra:
1. Jón Þór Hannesson, f. 6. maí 1980.
2. Sigurður Ingi Hannesson, f. 15. febrúar 1986.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Ingunn.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.