Ingibjörg Vigfúsdóttir (saumakona)
Fara í flakk
Fara í leit
Ingibjörg Vigfúsdóttir frá Leirubakka á Landi, Rang., vinnukona, saumakona fæddist 23. desember 1879 og lést 11. maí 1926.
Foreldrar hennar voru Vigfús Jónsson, bóndi, f. 31. október 1842, d. 13. mars 1929, og kona hans Hallbera Bergsteinsdóttir, húsfreyja, f. 21. júlí 1841, d. 5. október 1910.
Ingibjörg var hjú í Austvaðsholti í Rang. 1901, kom að Skíðbakka í A.-Landeyjum 1906 frá Bæjarfógetahúsinu á Ísafirði, var vinnukona á Skíðbakka 1910, kom til Eyja 1920, var vinnukona í Miðbæ við Faxastíg 18 1920, síðan saumakona í Eyjum.
Hún lést 1926 í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.