Ingibjörg Guðmundsdóttir (Sólbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja fæddist 24. október 1862 í Keflavík og lést 20. ágúst 1941.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðbrandsson og Katrín Valgerður Gísladóttir, f. 1827.

Ingibjörg var hjá ekkjunni móður sinni í Eldhúsi í Útskálasókn, Gull. 1870.
Þau Jörgen giftu sig, bjuggu í Pétursborg í Útskálasókn 1890, bjuggu í Erlendshúsi á Seyðisfirði 1901, í Bergþórshúsi þar 1910. Jörgen lést 1915.
Ingibjörg flutti frá Seyðisfirði til Eyja 1930, bjó hjá Benedikti syni sínum og Aðalbjörgu konu hans við Brekastíg 33 1930, en var stödd á Seyðisfirði, á Sæbergi við Urðaveg 9 1934, á Sólbergi við Brekastíg 3 1940.
Hún lést 1941.

I. Maður Ingibjargar var Jörgen Valdimar Benediktsson sjómaður, f. 22. janúar 1859, d. 10. ágúst 1915. Foreldrar hans voru Benedikt ,,stóri“ Benediktsson, f. um 1831, d. 1906, og Margrét Magnúsdóttir, f. 1829, d. fyrir 1890.
Barn þeirra hér:
1. Benedikt Jörgensson sjómaður, f. 6. júní 1898, d. 11. júlí 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.