Benedikt Jörgensson
Benedikt Jörgensson frá Eskifirði, sjómaður, verkamaður fæddist þar 6. júní 1898 og lést 11. júlí 1979.
Foreldrar hans voru Jörgen Valdimar Benediktsson sjómaður, f. 22. janúar 1859, d. 10. ágúst 1915, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1862, d. 20. ágúst 1941.
Benedikt var með foreldrum sínum, á Seyðisfirði 1901 og 1910.
Hann varð sjómaður og verkamaður.
Þau Aðalbjörg giftu sig 1923, fluttu til Eyja frá Seyðisfirði 1930. Þau bjuggu við Brekastíg 33 á því ári, en voru stödd á Seyðisfirði, bjuggu á Sæbergi við Urðaveg 9 1934, á Sólbergi við Brekastíg 3 1940, á Litlu-Grund við Vesturveg 24 1949.
Börn finnast ekki.
Aðalbjörg lést 1965 og Benedikt 1979.
I. Kona Benedikts, (19. apríl 1923), var Aðalbjörg Jónína Dóróthea Þorkelsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 5. janúar 1892 í Reykjavík, d. 5. nóvember 1965.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.