Ingólfur Björnsson (Melstað)
Ingólfur Björnsson frá Melstað, sjómaður, byggingaverkamaður fæddist þar 30. nóvember 1925 og lést 10. janúar 2022 á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli.
Foreldrar hans voru Björn Kristinn Einarsson sjómaður, verkstjóri, f. 24. september 1894, d. 30. október 1968, og barnsmóðir hans Guðrún Úlfarsdóttir frá Fljótsdal í Fljótshlíð, f. 29. október 1897, d. 28. apríl 1985.
Ingólfur var með móður sinni, á Melstað, flutti með henni að Drangshlíð u. Eyjafjöllum eins árs.
Hann sótti vertíðir í Eyjum í 12 ára, en vann byggingavinnu á sumrin, m.a. við byggingu héraðsskólans og barnaskólans í Skógum.
Þau lilja giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau urðu bændur í Drangshlíðardal u. A.-Eyjafjöllum, bjuggu þar uns Ingólfur flutti að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli.
Ingólfur lést þar 2022.
I. Kona Ingólfs, (25. október 1959), er Lilja Sigurgeirsdóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 16. september 1929. Foreldrar hennar voru Sigurgeir Sigurðsson frá Hlíð, bóndi, f. 23. maí 1882, d. 12. ágúst 1934 og Sigurlína Jónsdóttir frá Steinum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 8. maí 1889, d. 14. ágúst 1968.
Börn þeirra:
1. Sigurgeir Líndal Ingólfsson bifreiðastjóri, f. 25. júlí 1960. Fyrrum kona hans Elva Björk Birgisdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Drífa Björk Guðmundsdóttir.
2. Guðni Úlfar Ingólfsson bóndi í Drangshlíðardal, f. 13. ágúst 1962. Kona hans Magdalena Karlotta Jónsdóttir.
3. Guðrún Þórey Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 2. maí 1964. Maður hennar Þorgeir Guðfinnsson.
4. Hjalti Páll Ingólfsson framkvæmdastjóri, f. 28. ágúst 1973. Kona hans Kristjana Axelsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 22. janúar 2022. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Sigurgeir.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.