Hulda Guðmundsdóttir (Hrafnagili)
Steinunn Hulda Guðmundsdóttir frá Hrafnagili, húsfreyja, hárgreiðslukona fæddist 20. júní 1911 í Stakkagerði og lést 9. janúar 2009 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson frá Lágafelli í A-Landeyjum, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 21. febrúar 1883, d. 20. september 1965, og kona hans Soffía Þorkelsdóttir frá Brekkum í Hvolhreppi, Rang., f. 14. maí 1891, d. 20. janúar 1960.
Börn Soffíu og Guðmundar:
1. Steinunn Hulda Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1911 í Stakkagerði-vestra, d. 9. janúar 2009.
2. Auður Guðmundsdóttir húsfreyja, aðstoðarmaður tannlæknis, f. 27. janúar 1918 á Hrafnagili, d. 1. febrúar 2003.
Hulda var með foreldrum sínum í æsku, í Stakkagerði-Vestra og á Hrafnagili.
Hún vann öll almenn störf á heimili útvegsbónda, í heyskap, á stakkstæðum og í fiskvinnslu. Hulda lærði hárgreiðslu hjá Árna Böðvarssyni rakara í Bifröst við Bárustíg.
Þau Helgi giftu sig 1932, eignuðust tvö börn. Við giftingu var Helgi til heimilis á Akureyri. Þau bjuggu í fyrstu á Hrafnagili, á Brekku við Faxastíg 4 1940, á Hásteinsvegi 7 1943, en fluttu á Heiðarveg 40 1944 og bjuggu þar meðan báðum entist líf nema á Gostíma og fram á árið 1974, er þau bjuggu hjá Helgu dóttur sinni í Borgarnesi.
Helgi lést 1978.
Hulda bjó áfram á Heiðarveginum, var þar enn 1986, en fluttist að Hólagötu 39 og bjó þar til 2003, er hún fluttist á öldrunardeild Sjúkrahússins. Hún lést 2009.
I. Maður Steinunnar Huldu, (14. maí 1932), var Helgi Guðmar Þorsteinsson vélstjóri frá Upsum á Upsaströnd, f. 2. desember 1904, d. 23. júní 1978.
Börn þeirra:
1. Hrafnhildur Helgadóttir húsfreyja, hótelstjóri, lífeindafræðingur, f. 3. apríl 1932 á Hrafnagili. Maður hennar, skildu, Guðbjörn Guðjónsson.
2. Helga Helgadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. janúar 1943 á Hásteinsvegi 7. Maður hennar Georg Valdimar Hermannsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 24. janúar 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Þjóðskrá 1986.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.