Hrönn Egilsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hrönn Egilsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, leikskólastjóri fæddist 1. janúar 1955 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Egill Árnason vélstjóri, f. 18. júní 1911 á Seyðisfirði, d. 9. janúar 1976, og kona hans Guðrún Magnúsína Kristjánsdóttir frá Hvanneyri, húsfreyja, f. 2. janúar 1919, d. 15. apríl 1994.

Börn Magnúsínu og Egils:
1. Kristján Egilsson forstöðumaður fiska- og náttúrugripasafnsins í Eyjum, f. 5. júlí 1939 á Hvanneyri.
2. Egill Egilsson húsasmíðameistari, þjónustufulltrúi í Eyjum, f. 23. nóvember 1947 á Heiðarvegi 42.
3. Kristinn Árni Egilsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 29. júní 1950 á Heiðarvegi 42.
4. Heiðar Egilsson járnsmiður í Eyjum, f. 1. janúar 1955 að Heiðarvegi 42.
5. Hrönn Egilsdóttir leikskólastjóri í Eyjum, f. 1. janúar 1955 að Heiðarvegi 42.

Þau Þorvarður giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Einar Gylfi hófu sambúð, hafa ekki eignast börn. Þau búa í Rvk.

I. Fyrrum maður Hrannar var Þorvarður Geir Höskuldsson frá Rvk, verkstjóri, f. 15. september 1954, d. 15. júlí 2019. Foreldrar hans Höskuldur Ólafsson, f. 7. maí 1927, d. 9. mars 2024, og Þorgerður Þorvarðardóttir, f. 5. nóvember 1925, d. 3. júlí 1981.
Barn þeirra:
1. Egill Þorvarðarson, f. 27. mars 1978.

II. Sambúðarmaður Hrannar er Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur, kennari, f. 1. september 1950 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Ólafur Kjartansson frá Húsavík, sjómaður, vélstjóri, verkalýðsleiðtogi, f. 16. júlí 1930, d. 13. desember 2016, og kona hans Sigríður Angantýsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 1. apríl 1932 á Geirseyri við Strandveg 18, d. 18. desember 1983.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.