Herdís Magnúsdóttir (Selfossi)
Herdís Magnúsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, kennari, vinnur á rannsóknastofu HSU á Selfossi, fæddist 3. ágúst 1982 í Eyjum.
Foreldrar hennar Magnús Hermannsson símvirki, tölvutæknir, rafeindavirki, rekur verkstæði á Selfossi, fæddist 9. júlí 1959, og Anna Linda Sigurðardóttir húsfreyja, kennari, deildarstjóri, f. 10. ágúst 1960.
Þau Orri giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
I. Fyrrum maður Herdísar er Orri Ýrar Smárason frá Selfossi, bílasali, f. 10. maí 1970. Foreldrar hans Smári Kristjánsson, f. 26. mars 1949, og Ólöf Helga Bergsdóttir, f. 23. janúar 1951.
Börn þeirra:
1. Smári Orrason, f. 6. apríl 2005.
2. Ólöf Helga Orradóttir, f. 15. nóvember 2010.
3. Þórunn Lind Orradóttir, f. 22. nóvember 2012.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Herdís.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.