Helga Sigurlaug Ringsted

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Sigurlaug Ringsted frá Godthaab fæddist 8. september 1840 og lést 28. febrúar 1874 í Hammel, Skanderborg.
Foreldrar hennar voru Niels Stephan Ringsted verslunarstjóri við Godthaabsverslun, f. 1805, d. 6. september 1853, og síðari kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 1801.

Helga Sigurlaug var tvíburi á móti Rebekku Beate. Þær voru í Godthaab 1840 og 1841, en í PétursborgSteinshúsi 1842 og 1843.
Þær fóru með foreldrum sínum til Danmerkur 1844, bjuggu í Prinsensgade 377 á 1845, fluttust þaðan til Reykjavíkur, voru þar í Knudtzonshúsi síðla árs 1845.
Þau komu aftur til Eyja 1846 þar sem faðir þeirra stýrði Godthaabsverslun til 1947, en þá fluttist fjölskyldan alfarin til Danmerkur.
Þau bjuggu við Nörrebro 45 í Kaupmannahöfn 1850.
Faðir hennar lést 1853. Helga giftist Christian Frederick August Stieper sjúkrahússstarfsmanni 28. maí 1869. Hann var fæddur í Holstein.
Barn þeirra:
1. Marie Emilie Stieper.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.