Helga Ingimundardóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Ingimundardóttir vinnukona fæddist 9. nóvember 1841 í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð og lést 14. júlí 1871.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Skúlason, síðar tómthúsmaður á Kirkjubæ, f. 13. mars 1816 á Götum í Mýrdal, d. 4. júní 1862, og kona hans Ástríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1800, d. 4. nóvember 1863.

Helga fluttist til Eyja 1842 með foreldrum sínum, var með þeim á Búastöðum 1843-1844.
Hún var fósturbarn hjá Ingveldi Guðmundsdóttur og Filippusi Snorrasyni á Kirkjubæ 1845-1851, en hjá Ingveldi ekkju þar 1852-1855, uppeldisbarn hjá henni 1856, vinnukona hjá henni 1857-1868. Ingveldur lést 1869 og Helga fór að Presthúsum, var þar vinnukona 1869-1870. Hún lést á Ofanleiti 1871 „af innvortis veikindum“.
Hún var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.