Helga Arinbjarnardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Arinbjarnardóttir Benediktsson húsfreyja, síðar í dvöl í Görðum fæddist 20. apríl 1863 í Tjarnarkoti í Njarðvíkursókn, Gull. og lést 20. ágúst 1924 í Eyjum.

Helga var systir
1. Ólafs Arinbjarnarsonar verslunarstjóra m.m.

Faðir hennar var Arinbjörn bóndi að Tjarnarkoti í Njarðvíkum, f. 3. nóvember 1834, d. 9. desember 1895, Ólafsson faktors í Innri-Njarðvík 1835, f. 1787, d. 15. janúar 1839, Ásbjarnarsonar bónda í Innri-Njarðvík 1801, f. 14. mars 1747, d. 20. janúar 1819, Sveinbjarnarsonar, og konu Ásbjarnar, Elínar húsfreyju, f. 14. desember 1758, d. 13. ágúst 1825, Oddsdóttur.
Móðir Arinbjarnar og kona Ólafs faktors var Helga húsfreyja, f. 1797, d. 5. júní 1862, Árnadóttur „eldri“ bónda á Reykhólum í A-Barð., f. 1774, d. 4. mars 1842, Arasonar, og konu Árna „eldri“, Guðlaugar húsfreyju, f. 1774, d. 29. júlí 1851, Magnúsdóttur.
Móðir Helgu og kona Arinbjarnar var Kristín húsfreyja í Tjarnarkoti, f. 30. september 1834, d. 9. nóvember 1899, Björnsdóttir Beck bónda á Sjávarhólum á Kjalarnesi 1845, f. 23. febrúar 1798, d. 1850, Tómassonar, og konu Björns Beck, Margrétar húsfreyju á Sjávarhólum 1845, f. 5. september 1806, Loftsdóttur.

Helga giftist Ögmundi. Þau bjuggu í Tjarnarkoti í Njarðvíkursókn. Þau eignuðst a.m.k. eitt barn. Ögmundur lést 1894.
Helga flutti til Vesturheims 1901 frá Skálanesi í Seyðisfirði, N.-Múl., settist að í N.-Dakota og bjó þar.
Þau Jakob giftu sig. Hún flutti til Eyja 1919 og hann 1920.
Helga lést 1924 og Jakob 1940.

I. Maður Helgu var Ögmundur Sigurðsson frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, síðar bóndi í Tjarnarkoti í Njarðvíkursókn, Gull., f. 3. maí 1859, d. 20. mars 1894.
Hann var bróðir Högna Sigurðssonar hreppstjóra í Baldurshaga.

Faðir Ögmundar var Sigurður bóndi á Barkarstöðum í Fljótshlíð, f. 17. júlí 1810, d. 23. nóvember 1892, Ísleifsson bónda á Seljalandi 1816, f. 5. febrúar 1760 í Dalsseli undir Eyjafjöllum, d. 25. janúar 1835, Gissurarsonar bónda í Dalsseli og á Seljalandi, f. 1715, d. 1782, Ísleifssonar, og konu Gissurar Ísleifssonar, Steinunnar húsfreyju, f. 1719, á lífi 1801, Filippusdóttur.
Móðir Sigurðar á Barkarstöðum og kona Ísleifs á Seljalandi var Ingibjörg húsfreyja, f. 27. apríll 1772 í Hvammi undir Eyjafjöllum, d. 1. janúar 1829, Sigurðardóttir bónda í Hvammi og Seljalandi, f. 29. ágúst 1734 í Langholti í Meðallandi, d. 12. desember 1821, Ketilssonar, og konu Sigurðar Ketilssonar, Sesselju húsfreyju, f. 1729, á lífi 1801, Magnúsdóttur.
Móðir Ögmundar og kona Sigurðar á Barkarstöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 26. október 1816, d. 27. mars 1891, Sæmundsdóttir bónda í Gaularási og Bakkahjáleigu í A-Landeyjum og Eyvindarholti u. Eyjafjöllum, f. 1776, d. 25. janúar 1837, Ögmundssonar prests á Hálsi í Hamarsfirði, S-Múl., í Sigluvík í Stórólfshvolssókn og á Krossi í A-Landeyjum, f. 1732 á Stafafelli í Lóni, S-Múl., d. 5. september 1805, Högnasonar Sigurðssonar, (Högna-prests-ætt), og konu sr. Ögmundar, Salvarar húsfreyju, f. 1733, d. 1. október 1821, Sigurðardóttur, Ásmundssonar, (Ásgarðsætt í Grímsnesi).
Móðir Ingibjargar á Barkarstöðum og kona Sæmundar í Gularási var Guðrún húsfreyja, f. 1772, d. 26. desember 1843, Jónsdóttir bónda í Hallgeirsey í A-Landeyjum, f. 1737, d. 1815, Ólafssonar bónda á Kirkjulandi þar 1733, f. 1701, Ólafssonar, og konu Ólafs Ólafssonar á Kirkjulandi, Hallberu húsfreyju, f. 1701, Jónsdóttur.
Barn þeirra hér:
1. Kristín Ögmundsdóttir húsfreyja í Görðum, f. 4. janúar 1885, d. 24. nóvember 1975. Maður hennar var Árni Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður.

II. Maður Helgu var Jakob Benediktsson frá Hamrakoti í Þingeyrarsókn, Hún., bóndi, f. 27. mars 1855, d. 27. nóvember 1940 í Görðum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslod.is
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.