Helga Ármannsdóttir (Björk)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Helga Ármannsdóttir.

Helga Ármannsdóttir (Helga Ármanns) frá Björk við Vestmannabraut 47, húsfeyja, grafíklistamaður fæddist þar 18. nóvember 1940 og lést 7. júní 2018 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Ármann Friðriksson frá Látrum við Vestmannabraut 44, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. nóvember 1914, d. 11. nóvember 1989, og kona hans Ragnhildur Eyjólfsdóttir frá Görðum við Vestmannabraut 32, húsfreyja, f. 13. október 1917, d. 3. maí 1984.

Börn þeirra:
1. Helga Ármannsdóttir húsfreyja, grafíklistamaður, f. 18. nóvember 1940 í Björk, d. 7. júní 2018. Maður hennar Sigurður I. Ólafsson.
2. Eyjólfur Agnar Ármannsson rakari, sölumaður, f. 16. apríl 1942 í Björk, d. 29. nóvember 2018. Kona hans Ólafía Ásthildur Sveinsdóttir.
3. Ármann Ármannsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 2. mars 1949 í Reykjavík, d. 16. apríl 2017. Barnsmóðir hans Bjargey Elíasdóttir. Kona hans Lára Friðbertsdóttir.

Helga var með foreldrum sínum í æsku, í Björk, flutti með þeim til Reykjavíkur 1944.
Hún stundaði nám í húsmæðraskóla í Danmörku, lauk námi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986.
Helga var virkur þátttakandi í grafíklist, tók þátt í fjölda sýninga hér- og erlendis. Hún sat í stjórn í félaginu Íslensk grafík.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust tvö börn.
Helga lést 2018.

I. Maður Helgu er Sigurður Ingiberg Ólafsson, f. 22. febrúar 1940. Foreldrar hans voru Ólafur Kristinn Sigurðsson, f. 29. júní 1908, d. 8. ágúst 1974, og Eva Fanney Jóhannsdóttir, f. 18. ágúst 1914, d. 21. október 1984.
Börn þeirra:
1. Ragnhildur Sigurðardóttir, f. 8. desember 1963. Maður hennar Örn Guðmundsson.
2. Ólafur Kristinn Sigurðsson, f. 25. júní 1966. Kona hans Sigrún Ósk Jóhannesdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.