Ragnhildur Eyjólfsdóttir (Görðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnhildur Eyjólfsdóttir frá Görðum við Vestmannabraut 32, húsfreyja fæddist þar 13. október 1917 og lést 3. maí 1984.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Gíslason frá Hábæ í Útskálasókn á Reykjanesi, Gull., skipstjóri, f. þar 7. janúar 1892, d. 10. desember 1957, og kona hans Ögmundína Helga Ögmundsdóttir frá Tjarnarkoti í Njarðvíkum, Gull., húsfreyja , f. 31. júlí 1894, d. 31. janúar 1970.

Ragnhildur var með foreldrum sínum, í Görðum 1920, flutti með þeim til Reykjavíkur 1923 og bjó hjá þeim á Spítalastíg 10.
Þau Ármann giftu sig 1940 í Eyjum, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í byrjun á Lundi við Vesturveg 12, síðan í Björk við Vestmannabraut 47.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1944, bjuggu síðast í Goðalandi 13.
Ragnhildur lést 1984 og Ármann 1989.

I. Maður Ragnhildar, (13. janúar 1940), var Ármann Friðriksson frá Látrum við Vestmannabraut 44, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. nóvember 1914, d. 11. nóvember 1989.
Börn þeirra:
1. Helga Ármannsdóttir húsfreyja, grafiklistamaður, f. 18. nóvember 1940 í Björk, d. 7. júní 2018. Maður hennar Sigurður I. Ólafsson.
2. Eyjólfur Agnar Ármannsson rakari, sölumaður, f. 16. apríl 1942 í Björk, d. 29. nóvember 2018. Kona hans Ólafía Ásthildur Sveinsdóttir.
3. Ármann Ármannsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 2. mars 1949 í Reykjavík, d. 16. apríl 2017. Barnsmóðir hans Bjargey Elíasdóttir. Kona hans Lára Friðbertsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.