Helena Hálfdanardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Helena Hálfdanardóttir.

Helena Hálfdanardóttir húsfreyja, sjúkraliði fæddist 23. júní 1935 á Staðarhóli við Kirkjuveg 57 og lést 22. apríl 2014 á heimili sínu.
Foreldrar hennar voru Hálfdan Þorsteinsson frá Vattarnesi, sjómaður, bóndi, verkamaður, f. þar 27. september 1904, d. 22. júlí 1981, og kona hans Guðbjörg Daníelsdóttir frá Kolmúla við Reyðarfjörð, húsfreyja, f. þar 16. febrúar 1915, d. 1. janúar 2000.

Börn Guðbjargar og Hálfdanar:
1. Guðný Hálfdanardóttir húsfreyja, verkakona, ræstitæknir í Hafnarfirði, f. 26. febrúar 1934 á Staðarhóli, d. 13. júní 2019. Fyrrum maður hennar Jón Brynjólfsson. Maður hennar Guðmundur Þórðarson, látinn.
2. Helena Hálfdanardóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, f. 23. júní 1935 á Staðarhóli, d. 22. apríl 2014. Fyrrum maður hennar Rafn Benediktsson.
3. Sigurbjörg Hálfdanardóttir húsfreyja í Hafnarfirði, sjúkraliði, húsvörður, f. 30. júlí 1942 í Kolmúla í Reyðarfirði, d. 10. mars 2007. Fyrrum maður hennar Ljótur Ingason.
4. Þorsteinn Hálfdanarson skipasmiður, slökkviliðsmaður, f. 12. október 1945. Kona hans Ásta Sigurðardóttir.
5. Steingrímur Hálfdanarson loftskeytamaður, f. 13. apríl 1949. Kona hans Jóhanna Þ. Ingimarsdóttir.
6. Daníel Hálfdanarson röntgentæknir, húsvörður, f. 2. ágúst 1954. Kona hans Erna Ingibjörg Pálsdóttir.

Helena var með foreldrum sínum í æsku, í Eyjum til 1940, flutti með þeim að Kolmúla og síðan að Vattarnesi, flutti með þeim til Hafnarfjarðar 1950 og bjó með þeim á Selvogsgötu 8.
Hún hóf starfsferil sinn 17 ára á Sólheimum í Reykjavík árið 1953, vann þar við umönnun sjúklinga. Hún varð sjúkraliði 1975 og lauk starfsferli sínum á Borgarspítalanum árið 2000.

Þau Rafn giftu sig, eignuðust fjögur börn, en skildu.
Helena bjó síðast við Norðurbrún 1 í Reykjavík.
Hún lést 2014.

I. Maður Helenu var Rafn Benediktsson bókhaldari, f. 14. maí 1935, d. 23. júní 2009. Foreldrar hans voru Ásgeir Egill Benedikt Hjartarson bifreiðastjóri, verkamaður, f. 4. febrúar 1909, d. 7. febrúar 1990, og kona hans Laufey Aðalheiður Stefánsdóttir, f. 13. júlí 1910, d. 3. desember 2000.
Börn þeirra:
1. Baldur Rafnsson, f. 25. febrúar 1954. Kona hans Elínóra Kristín Guðjónsdóttir.
2. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, f. 21. september 1957. Maður hennar Stefán Jóhann Stefánsson.
3. Brynhildur Björk Rafnsdóttir, f. 8. desember 1962. Fyrri maður hennar Arnþór Einarsson. Maður hennar Sigursteinn Magnússon.
4. Arnheiður Edda Rafnsdóttir, f. 9. maí 1965. Maður hennar Erlingur Erlingsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.