Hallbera Ísleifsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hallbera Ísleifsdóttir.

Hallbera Sigríður Ísleifsdóttir frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal, húsfreyja, fiskiðnaðarkona fæddist 13. maí 1934 og lést 13. september 2022.
Foreldrar hennar voru Ísleifur Erlingsson bóndi, f. 6. ágúst 1893 á Kaldrananesi í Mýrdal, d. 19. nóvember 1966, og kona hans Lilja Tómasdóttir frá Vík í Mýrdal, húsfreyja, f. 3. ágúst 1906, d. 5. ágúst 1973.

Hallbera var með foreldrum sínum til 1956.
Hún fór í Húsmæðraskólann á Varmalandi haustið 1956.
Hallbera vann við fiskiðnað, síldarsöltun, í fiskvinnslu í Eyjum og Þorlákshöfn, og síðast við að skera af netateinum og hnýta á króka.
Hún var í Sunnlendingafélaginu í Vestmannaeyjum, Kvenfélaginu í Þorlákshöfn og var virk í Verkalýðsfélaginu í Þorlákshöfn. Hún tók þátt í kórstarfi og söng með kirkjukórum, bæði í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Þegar Tónar og trix byrjuðu var hún ein af þeim, sem voru með frá byrjun. Hún söng með Söngfélagi Skaftfellinga í Reykjavík í nokkur ár.
Þau Örn giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn. Þau fluttu til Óseyrar í Stöðvarfirði 1957 og hófu þar búskap. Eftir skólagöngu Arnar fluttu þau til Eyja 1961, til Stöðvarfjarðar um vorið sama ár, aftur til Eyja 1965, keyptu Vestri-Oddsstaði, bjuggu þar til Goss 1973. Þá fluttu þau til Þorlákshafnar og bjuggu þar síðan .
Hallbera flutti á hjúkrunarheimilið Hamra í júní 2022.
Örn lést 2006 og Hallbera 2022.

I. Maður Hallberu, (22. desember 1957 í Heydölum í Breiðdal, S.-Múl.) var Örn Friðgeirsson frá Stöðvarfirði, skipstjóri, fiskimatsmaður, verkstjóri, f. þar 24. apríl 1931, d. 30. ágúst 2006.
Börn þeirra:
1. Lilja Arnardóttir, f. 26. maí 1958. Maður hennar Hróbjartur Ægir Óskarsson.
2. Ísleifur Arnarson, f. 14. febrúar 1960. Fyrrum kona hans Sigríður Stefánsdóttir. Kona hans Patricia Marie Bono.
3. Elsa Arnardóttir, f. 30. desember 1961.
4. Erlingur Örn Arnarson, f. 23. júlí 1969. Barnsmóðir hans Unnur Sturlaugsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.