Gíslný Jóhannsdóttir (Vesturhúsum)
Gíslný Jóhannsdóttir húsfreyja á Eystri-Vesturhúsum og Kirkjubæjarbraut 4, en síðast í Reykjavík, fæddist 3. júlí 1911 í Efri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum og lézt 14. janúar 1993 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson bóndi í Efri-Vatnahjáleigu (síðar nefnt Svanavatn) í A-Landeyjum, f. 22. okt. 1858, d. 3. maí 1929 og k.h. Jónína Steinunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. sept. 1876, d. 11. nóvember 1935.
Börn Jóhanns og Jónínu Steinunnar í Eyjum:
1. Guðmunda Hermannía Jóhannsdóttir húsfreyja á Auðsstöðum, Brekastíg 15b, f. 14. júlí 1907, d. 18. mars 1973.
2. Gíslný Jóhannsdóttir húsfreyja á Eystri-Vesturhúsum, f. 3. júlí 1911, d. 14. janúar 1993.
3. Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja á Eystri-Vesturhúsum, f. 23. febrúar 1914, d. 20. ágúst 1962.
Þau Þorsteinn giftust 1. desember 1929 og höfðu búskap að Efri-Vatnahjáleigu 1929 til ársins 1934, er þau fluttu til Eyja. Þau bjuggu lengi að Eystri-Vesturhúsum, en á 6. áratugnum byggðu þau hús við Kirkjubæjarbraut 4 og bjuggu þar.
Gíslný fæddi eina stærstu fjölskyldu í Eyjum og vakti það athygli, hve mikill myndarskapur og eindrægni var hjá þeim hjónum í heimilishaldi og uppeldi barna sinna, þrátt fyrir þröng híbýli og takmörkuð efni.
Eiginmaður (1. desember 1929): Þorsteinn Ólafsson, f. 1896.
Börn þeirra Þorsteins:
1. Jóhanna húsfreyja að Hilmisgötu 1, síðar iðnverkakona í Innri Njarðvík, f. 25. marz 1930, d. 21. nóvember 2000, gift Jóhannesi P. Sigmarssyni múrara og vélstjóra.
2. Tryggvi kennari í Arendal í Noregi, f. 13. maí 1931, kvæntur Inger Thorsteinsson, fædd Thorvaldsen
3. Ólafía verkakona í Reykjavík, f. 9. nóvember 1933, gift Guðna Þ. Ágústssyni rafeindavirkja. Hún ólst upp hjá föðurbróður sínum Magnúsi Ólafssyni í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu.
4. Trausti vélvirki í Kópavogi, f. 14. febr. 1935, kvæntur Önnu Finnsdóttur skrifstofumanni.
5. Halla skólastarfsmaður á Akranesi, f. 7. maí 1936, gift Þórði Þórðarsyni netagerðarmanni.
6. Lilja iðnverkakona í Reykjavík, f. 28. sept. 1937, gift Inga S. Sigmarssyni verzlunarmanni, en hann er bróðir Jóhannesar manns Jóhönnu systur Lilju.
7. Reynir húsgagnabólstrari í Kópavogi, f. 8. nóvember 1938, kvæntur Grétu Jansen skrifstofumanni.
8. Sólveig verzlunarmaður í Reykjavík, f. 26. febrúar 1940, gift Inga B. Guðjónssyni húsasmið.
9. Birgir húsgagnasmiður í Reykjavík, f. 9. marz 1942, kvæntur Sigrúnu Halldórsdóttur kennara.
10. Guðrún húsfreyja í Seattle í Bandaríkjunum, f. 17. maí 1943, fyrr gift Magnúsi Sigurðssyni verkamanni, síðar Richard L. Campbell tölvufræðingi.
11. Jónína iðnverkakona í Kópavegi, f. 23. september 1944, gift Guðjóni Þorbergssyni iðnverkamanni.
12. Smári iðnverkamaður í Reykjavík, f. 18. marz 1946, ókvæntur.
13. Svanur rafeindavirki í Kópavogi, f. 2. október 1947, kvæntur Svanhildi Svansdóttur læknaritara.
14. Sigurvin sjómaður í Eyjum, f. 5. janúar 1950, d. 10. júlí 1980, fórst með v.b. Skuld.
15. Vilborg bóndi á Sléttabóli á Skeiðum, f. 22. nóvember 1951, gift Jóhannesi Eggertssyni bónda.
16. Sigurbjörg húsfreyja á Fáskrúðsfirði, f. 6. febrúar 1953, gift Jóhannesi Hafsteini Ragnarssyni verkstjóra.
Myndir
Heimildir
- Upphaflega grein skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ólafía Þorsteinsdóttir, munnl. heimild.
- Pers.
- Valgeir Sigurðsson og fleiri. Landeyingabók, Austur-Landeyjar. Útg. Austur-Landeyjahreppur 1999.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.