Gunnhildur Halldórsdóttir (Dölum)
Fara í flakk
Fara í leit
Gunnhildur Halldórsdóttir húsfreyja í Dölum og á Steinsstöðum fæddist 1750 og lést 16. febrúar 1804 úr „tærandi sjúkdómi“.
Gunnhildur var í Björnskoti á Skeiðum 1777 með Gísla og barni þeirra Helga hálfs árs. Þau Gísli voru farin þaðan 1778, en Helgi varð eftir í Björnskoti.
Þau Gísli bjuggu í Dölum 1793, á Steinsstöðum 1800 og 1804.
Maður Gunnhildar var Gísli Gunnlaugsson bóndi, f. 1750.
Börn þeirra hér:
1. Helgi Gíslason, f. 1777. Hann var vinnumaður í Hróarsholti í Flóa1801, en er ekki á skrá 1816.
2. Jón Gíslason, f. 29. ágúst 1791, d. 9. september 1791 úr ginklofa.
3. Andvana stúlka, f. 4. júlí 1793.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.