Gísli Gunnlaugsson (Dölum)
Gísli Gunnlaugsson bóndi í Dölum og á Steinsstöðum fæddist 1750.
Foreldrar hans voru Gunnlaugur Þorkelsson bóndi í Björnskoti á Skeiðum, f. 1722, og kona hans Guðrún Oddsdóttir húsfreyja, f. 1717.
Gísli var hjá foreldrum sínum í Björnskoti 1775 og enn 1777. Við sóknarmannatal 1777 var þar einnig kona hans Gunnhildur Halldórsdóttir og barn þeirra Helgi hálfs árs. Við sóknarmannatal í lok árs 1778 voru þau Gunnhildur farin af heimilinu, en Helgi var áfram í Björnskoti.
Gísli var bóndi í Dölum 1793, á Steinsstöðum 1800 og enn 1804, en finnst ekki skráður síðan.
Dánarskýrslur í Eyjum frá 1813-1816 eru ekki til.
I. Kona Gísla var Gunnhildur Halldórsdóttir húsfreyja, f. 1750, d. 16. febrúar 1804 úr „tærandi sjúkdómi“.
Börn þeirra hér:
1. Helgi Gíslason, f. 1777. Hann var vinnumaður í Hróarsholti í Árnessýslu 1801. Hann er ekki á skrá 1816.
2. Jón Gíslason, f. 29. ágúst 1791, d. 9. september 1791 úr ginklofa.
3. Andvana stúlka, f. 4. júlí 1793.
II. Barnsmóðir Gísla var Málfríður Jónsdóttir vinnukona á Steinsstöðum, f. 1773.
Barn þeirra var
4. Guðrún Gísladóttir, f. 21. október 1800, d. 27. október 1800 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.