Gunnhildur Friðriksdóttir (Breiðholti)
Gunnhildur Friðriksdóttir frá Breiðholti, húsfreyja fæddist 19. desember 1927 á Siglufirði og lést 14. nóvember 2013.
Foreldrar hennar voru Friðrik Sveinsson lögregluþjónn, f. 31. júlí 1901, d. 18. maí 1951, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. mars 1898, d. 6. janúar 1936.
Fósturforeldrar Gunnhildar voru Guðjón Einarsson fiskimatsmaður í Breiðholti, og kona hans og móðursystir Gunnhildar Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja.
Fósturbræður Gunnhildar voru:
1. Karl Guðjónsson kennari, alþingismaður, f. 1. nóvember 1917, d. 6. mars 1973.
2. Árni Guðjónsson lögfræðingur, f. 27. maí 1926, d. 15. febrúar 2004.
Móðir Gunnhildar varð sjúklingur og lést 1936.
Gunnhildur fór í fóstur til Guðfinnu móðursystur sinnar, húsfreyju í Breiðholti, sex ára gömul, og ólst þar upp.
Hún eignaðist barn með Steingrími í Breiðholti 1946. Þau fluttust til Svalbarðseyrar og bjuggu í Heiðarholti, eignuðust 8 börn.
Gunnhildur lést 2013.
I. Maður hennar var Steingrímur Helgi Valdimarsson frá Hallanda á Svalbarðseyri, bóndi í Heiðarholti í Svalbarðseyrarhreppi, f. 30. september 1926.
Börn þeirra:
1. Linda Steingrímsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 19. nóvember 1946 í Breiðholti. Maður hennar er Skarphéðinn Hjálmarsson.
2. Friðrik Steingrímsson trésmiður, f. 30. nóvember 1952. Kona hans er Lára Solveig Svavarsdóttir.
3. Guðjón Atli Steingrímsson trésmiður, f. 31. janúar 1954. Kona hans er Sigrún Hafdís Svavarsdóttir.
4. Guðfinna Steingrímsdóttir húsfreyja, kennari, f. 7. apríl 1957. Maður hennar er Stefán Ingi Gunnarsson.
5. Hlöðver Steingrímsson sjómaður, f. 27. apríl 1959. Kona hans er Heðrún Steindórsdóttir.
6. Steingrímur Helgi Steingrímsson málarameistari, f. 13. september 1960. Kona hans er Steinlaug Kristjánsdóttir.
7. Bjarney Vala Steingrímsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 8. október 1966. Maður hennar er Örn Smári Kjartansson.
8. Sveinn Heiðar Steingrímsson verkamaður, f. 8. júní 1969. Kona hans er Elísabet Inga Ásgrímsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 23. nóvember 2013. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.