Gunnar Sigurbjörn Indriðason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Sigurbjörn Indriðason.

Gunnar Sigurbjörn Indriðason, tónlistarmaður fæddist 29. ágúst 1987 í Eyjum og lést 16. febrúar 2022.
Foreldrar hans voru Indriði Indriðason, sjómaður, smiður, hafnarvörður, f. 26. maí 1956, d. 24. september 2012, og kona hans Kolbrún Ævarsdóttir, húsfreyja, dagmóðir, hundaræktandi, f. 1. júní 1963. Fósturfaðir Gunnars er Jón Pétursson, bifreiðastjóri, f. 7. apríl 1966.

Börn Kolbrúnar og Indriða:
1. Sigurrós Yrja Jónsdóttir, húsfreyja á Akureyri, f. 20. nóvember 1982 í Rvk. Fyrrum sambúðarmaður hennar Elmar Þór Björnsson.
2. Gunnar Sigurbjörn Indriðason, bjó í Rvk, f. 29. ágúst 1987 í Eyjum, d. 16. febrúar 2022. Barnsmóðir hans Tinna Guðmundsdóttir.
3. Ævar Indriðason, rithöfundur, f. 25. apríl 1990 í Eyjum.

Börn Kolbrúnar og Jóns:
4. Pétur Jónsson, veitingastjóri á Akureyri, f. 27. ágúst 1996.
5. Kara Mist Jónsdóttir, kennari, f. 10. desember 1997. Sambúðarmaður hennar Jonas Norskov.

Þau Tinna voru í sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Gunnar lést 2022.

I. Fyrrum sambúðarkona Gunnars er Tinna Guðmundsdóttir, f. 21. apríl 1992 á Akureyri. Foreldrar hennar Þorbjörg Skagfjörð Þorbjörnsdóttir, f. 25. janúar 1957, og Pétur Valgeir Pálmason, f. 18. nóvember 1950. Kjörforeldrar Guðmundur Hermannsson, f. 15. ágúst 1960, og Guðrún Hrefna Reynisdóttir, f. 18. maí 1955.
Barn þeirra:
1. Rakel Mist Gunnarsdóttir, f. 12. september 2014.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.