Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir
Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir frá Nýhöfn við Skólaveg 23, kennari, söngvari fæddist þar 27. apríl 1944 og lést 15. janúar 2007 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Friðbjörn Benónísson kennari, skólastjóri, f. 12. desember 1911, d. 15. desember 1973, og kona hans Guðbjörg Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 18. ágúst 1911, d. 23. ágúst 1998.
Guðrún var einbirni.
Hún varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1964, stundaði nám í sálarfræði og leikhúsfræði í Kaupmannahöfn og Lundi 1964-1968, lauk kennaraprófi í Kennaraskólanum 1970. Hún hóf söngnám hjá Guðmundu Elíasdóttur og var við nám í söng og almennum tónlistarfræðum í Gulldahl School of Music and Drama í London 1974-1979 og lauk prófi þaðan. Guðrún stundaði framhaldsnám í söng í Stokkhólmi og í München.
Guðrún var stundakennari í Reykjavík 1970-1974, var fastráðin kórkennari hjá Söngmálastjórn Þjóðkirkjunnar 1983-1990.
Hún söng í útvarpi og sjónvarpi og hélt tónleika hér á landi og erlendis og gaf út hljómplötu með einsöngslögum.
Guðrún Sigríður lést 2007 í Reykjavík.
Hún var ógift.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 26. janúar 2007. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.