Friðbjörn Benónísson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Friðbjörn Benónísson.

Friðbjörn Benónísson kennari, skólastjóri fæddist 12. desember 1911 í Laxárdal í Bæjarhreppi, Strand. og lést 15. desember 1973.
Foreldrar hans voru Benóní Jónasson bóndi þar, f. 21. apríl 1863, d. 16. apríl 1915, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 25. apríl 1873, d. 17. júní 1937.

Friðbjörn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði 1931-1933, lauk kennaraprófi 1937, stundaði nám í uppeldisfræði í Svíþjóð 1945-1947, varð cand. fil. í háskólanum í Stokkhólmi 1946, 1. stigs próf 1947.
Friðbjörn var forfalla- og stundakennari í Austurbæjarskólanum í Reykjavík 1937-1938, kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1940-1945, skólastjóri heimavistarskólans á Jaðri við Reykjavík 1947-1949, kennari í gagnfræðaskólanum við Lindargötu 1949-1961, skólastjóri Austurbæjarskólans 1968 til dánardægurs.
Hann var vinnumaður í Laxárdal í Strand. 1930, bókari við Sparisjóð Vestmannaeyja hinn síðari á árinu 1943, starfsmaður á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur 1961-1964, sérkennslufulltrúi þar 1965-1968.
Friðbjörn var formaður Félags gagnfræðaskólakennara í Reykjavík 1955-1959, L. F. S. K. 1960-1964.
Þau Guðbjörg giftu sig 1943, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Nýhöfn við Skólaveg 23.
Friðbjörn lést 1973 og Guðbjörg 1998.

I. Kona Friðbjarnar, (15. maí 1943), var Guðbjörg Einarsdóttir frá Borgarfirði eystra, hjúkrunarfræðingur, f. 18. ágúst 1911, d. 23. ágúst 1998.
Barn þeirra:
1. Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir kennari, söngkona í Reykjavík, f. 27. apríl 1944, d. 15. janúar 2007.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.