Ólafur Helgason (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Helgason.

Ólafur Helgason læknir fæddist 14. janúar 1903 á Akureyri og lést 1. nóvember 1970 í Rvk.
Foreldrar hans voru Helgi Guðmundsson frá Hólshúsi, málarameistari, f. 26. janúar 1877 á Brekkum í Mýrdal, d. 5. maí 1943 í Rvk, og fyrri kona hans Guðný Ingunn Ólafsdóttir frá Fjalli á Skeiðum, Árn., húsfreyja, f. 22. ágúst 1873, d. 4. janúar 1932.

Börn Guðnýjar Ingunnar og Helga:
1. Ólafur Helgason læknir, f. 14. janúar 1903, d. 1. nóvember 1970.
2. Guðrún Elín Júlía Helgadóttir húsfreyja, skrifstofukona í Reykjavík, f. 7. júlí 1904, d. 19. desember 1995.
3. Margrét Helgadóttir húsfreyja, gjaldkeri í Reykjavík, f. 22. ágúst 1907, d. 11. júlí 1982.
4. Kristín Helgadóttir, f. 17. mars 1916, d. 11. september 2007.

Ólafur var með foreldrum sínum, á Seyðisfirði, Akureyri, Vestmannaeyjum og Rvk.
Hann varð stúdent í MR 24. júní 1922, lauk læknaprófi (varð cand. med.) í HÍ 1927, fór í kynnisferðir annað og þriðja hvert ár, ýmist til London, Norðurlanda eða Bandaríkjanna. Hann kynnti sér trúnaðarlæknisstörf á vegum Vinnuveitendasambands Íslands í Noregi og Danmörku 1960.
Ólafur vann á Grace Hospital í Winnipeg ágúst-október 1927, á St. Boniface Hospital í Winnipeg frá nóvember 1927-júlí 1928 og á Abbort Hospital í Minneapolis ágúst-september 1928. Hann kynnti sér jafnframt svæfingar með glaðlofti vestanhafs.
Ólafur var starfandi læknir í Rvk frá október 1928 til æviloka. Hann var jafnframt aðstoðarmaður Matthíasar Einarssonar læknis á Landakotsspítala til æviloka hans 1948 og starfaði síðan áfram að lækningum á spítalanum til æviloka.
Hann var skólalæknir Miðbæjarskólans í Rvk frá október 1929, var trúnaðarlæknir ýmissa fyrirtækja í Rvk frá 1960.
Ólafur sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1933-1937, sat alþjóðaþintg skólalækna í Frakklandi og þing norrænna skólalækna í Ósló 1957.
Ritstörf: Greinar í Læknablaðinu og ýmsum öðrum blöðum og tímaritum.
Hann hlaut riddarakross fálkaorðunnar.
Þau Kristín giftu sig 1929, eignuðust þrjú börn.
Ólafur lést 1970 og Kristín 1977.

I. Kona Ólafs, (15. júní 1929), var Kristín Þorvarðardóttir húsfreyja, f. 19. desember 1905, d. 31. október 1977. Foreldrar hennar voru Þorvarður Þorvarðarson útgerðarmaður í Keflavík, f. 19. nóvember 1857, d. 19. mars 1927, og kona hans Margrét Arinbjarnardóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1867, d. 25. júní 1915.
Börn þeirra:
1. Ólafur Jón Ólafsson myndlistarmaður, skrifstofumaður, fulltrúi, þýðandi, útgefandi í Rvk, f. 8. maí 1930, d. 14. ágúst 2000. Kona hans Stefanía Gunnlaug Karlsdóttir.
2. Margrét Ólafsdóttir, f. 30. júní 1937, d. 5. nóvember 1942.
3. Halla Ólafsdóttir, ættleidd, húsfreyja og starfsstúlka á Akureyri, Akranesi og læknaritari í Keflavík, f. 3. febrúar 1945, d. 27. október 1949. Fyrrum maður hennar Einar Aðalsteinsson. Maður hennar Ingi Rúnar Ellertsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.