Guðný Scheving Jónsdóttir
Guðný Scheving Jónsdóttir, verkakona, ráðskona, saumakona fæddist 3. ágúst 1905 í Reynisholti í Mýrdal og lést 18. september 1998.
Foreldrar hennar voru Jón Pálsson Scheving, vinnumaður, bóndi, f. 13. nóvember 1858, d. 12. apríl 1951, og kona hans Oddný Ólafsdótttir, húsfreyja, f. 7. ágúst 1862, d. 19. desember 1950.
Guðný var með foreldrum sínum í Reynisholti til 1908, á Vatnsskarðshólum 1908-1926, vinnukona þar 1926-1930. Hún fór til Rvk 1930. Árið 1945 gerðist Guðný ráðskona hjá Gunnari Ólafssyni, kaupmanni og útgerðarmanni til d.d. hans 1961. Hún var í Rvk 1962.
Guðný eignaðist barn í Rvk 1942.
Hún lést 1998.
I. Barn Guðnýjar er Sigrún Scheving, f. 22. júlí 1942 í Rvk. Maður hennar Sigurgrímur Jónsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.