Guðný Inga Illugadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Inga Illugadóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 28. júní 1920 í Landlyst og lést 16. nóvember 2001.
Foreldrar hennar voru Illugi Hjörtþórsson formaður, f. 26. júlí 1886 á Eyrarbakka, d. 30. nóvember 1930, og kona hans Margrét Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1883 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 24. júní 1945.

Börn Illuga og Margrétar voru:
1. Elías Óskar Illugason formaður, síðast í Hafnarfirði, f. 1. nóvember 1909 á Brekku, d. 13. maí 1975.
2. Einar Sölvi Illugason vélvirkjameistari, f. 1. apríl 1911 á Brekku, d. 28. ágúst 1972.
3. Gréta Vilborg Illugadóttir húsfreyja á Akri, síðast í Kópavogi, f. 13. apríl 1912 á Brekku, d. 1. mars 1999.
4. Gunnlaugur Sæmundur Illugason, f. 28. nóvember 1914 í Landlyst, d. 2. júní 1916.
5. Gunnlaugur Hólm Illugason, f. 17. september 1917 í Landlyst, d. 24. nóvember 1918.
6. Guðný Inga Illugadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. júní 1920 í Landlyst, d. 16. nóvember 2001.
7. Þóra Hólm Illugadóttir Hinds húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 2. mars 1928 á Hjalteyri.
Barn Illuga með Guðnýju Eyjólfsdóttur, þá í Úthlíð, f. 7. júní 1890, d. 10. febrúar 1979:
8. Jóna Alda Illugadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. júlí 1918 í Úthlíð, d. 2. ágúst 1992.

Guðný Inga var með foreldrum sínum í æsku. Faðir hennar lést, er hún var 10 ára. Hún var með móður sinni á Hjalteyri 1930 og 1934.
Hún fluttist til Reykjavíkur, giftist Einari 1939. Þau eignuðust tvö börn.
Einar lést 1971 og Guðný Inga 2001.

I. Maður Guðnýjar Ingu, (30. september 1939), var Einar Ingimundarson verslunarmaður, f. 24. júní 1906, d. 4. janúar 1971. Foreldrar hans voru Ingimundur Einarsson verkamaður, f. 7. febrúar 1874 á Stöðlum í Ölfusi, d. 4. mars 1961, og kona hans Jóhanna Guðlaug Egilsdóttir húsfreyja og verkalýðsforingi í Reykjavík, f. 25. nóvember 1881 í Hörgslandskoti á Síðu, d. 5. maí 1982.
Börn þeirra:
1. Jóhann Ingi Einarsson vélvirki, verslunarmaður í Reykjavík, forstöðumaður Sundlaugar Hótels Loftleiða, síðast í Garðabæ, f. 6. maí 1940 í Reykjavík, d. 18. desember 2005.
Fyrri kona hans, (1960, skildu), var Anna Agnarsdóttir, f. 6. febrúar 1942 í Reykjavík.
Síðari kona Jóhanns Einars, (1973): Halldóra Helga Jóhannesdóttir, f. 13. mars 1941 í Reykjavík.
2. Erla Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. febrúar 1943. Maður hennar: Hans Indriðason forstöðumaður, f. 2. janúar 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.