Þóra Hólm Illugadóttir Hinds

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þóra Hólm Illugadóttir Hinds húsfreyja í Bandaríkjunum fæddist 2. mars 1928 á Hjalteyri.
Foreldrar hennar voru Illugi Hjörtþórsson formaður, f. 26. júlí 1886 á Eyrarbakka, d. 30. nóvember 1930, og kona hans Margrét Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1883 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 24. júní 1945.

Börn Illuga og Margrétar voru:
1. Elías Óskar Illugason formaður, síðast í Hafnarfirði, f. 1. nóvember 1909 á Brekku, d. 13. maí 1975.
2. Einar Sölvi Illugason vélvirkjameistari, f. 1. apríl 1911 á Brekku, d. 28. ágúst 1972.
3. Gréta Vilborg Illugadóttir húsfreyja á Akri, síðast í Kópavogi, f. 13. apríl 1912 á Brekku, d. 1. mars 1999.
4. Gunnlaugur Sæmundur Illugason, f. 28. nóvember 1914 í Landlyst, d. 2. júní 1916.
5. Gunnlaugur Hólm Illugason, f. 17. september 1917 í Landlyst, d. 24. nóvember 1918.
6. Guðný Inga Illugadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. júní 1920 í Landlyst, d. 16. nóvember 2001.
7. Þóra Hólm Illugadóttir Hinds húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 2. mars 1928 á Hjalteyri.
Barn Illuga með Guðnýju Eyjólfsdóttur, þá í Úthlíð, f. 7. júní 1890, d. 10. febrúar 1979:
8. Jóna Alda Illugadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. júlí 1918 í Úthlíð, d. 2. ágúst 1992.

Þóra missti föður sinn, er hún var á þriðja árinu.
Hún var með móður sinni á Hjalteyri 1930 og 1934.
Hún fluttist til Reykjavíkur, giftist Russel Hinds. Þau bjuggu í Bandaríkjunum, eignuðust fimm börn.

I. Maður Þóru: Russel Hinds.
Börn þeirra:
1. Margrét Ora Hinds, f. 3. janúar 1945.
2. Linda Mary Hinds.
3. Samuel Hinds.
4. Mike Hinds.
5. Tom Hinds.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.