Guðmunda Þórhildur Einarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmunda Þórhildur Einarsdóttir frá Hámundarstöðum í Vopnafirði, húsfreyja fæddist þar 22. desember 1937 og lést 31. júlí 2022.
Foreldrar hennar voru Einar Sveinbjörnsson bóndi, f. 4. janúar 1899, d. 9. maí 1980, og kona hans Kristrún Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1897, d. 23. júlí 1990.

Guðmunda Þórhildur var með foreldrum sínum á Hámundarstöðum í æsku.
Þau Sigurbjörn Friðrik giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hólmgarði, við Bröttugötu 18 við Gos 1973. Þau settust að í Þorlákshöfn, bjuggu við Lyngberg 19.
Sigurbjörn lést 2020 og Guðmunda 2022.

I. Maður Guðmundu, (27. desember 1959), var Sigurbjörn Friðrik Ólason sjómaður, vélstjóri frá Hólmgarði, f. 28. júní 1937, d. 10. febrúar 2020.
Börn þeirra:
1. Einar Óli Sigurbjörnsson vélstjóri, bifvélavirkjameistari, f. 14. nóvember 1959. Fyrrum kona hans Jósefína Stella Þorbjörnsdóttir. Kona hans Hafdís Gerður Guðmundsdóttir.
2. Svanur Þór Sigurbjörnsson vélvirkjameistari, f. 25. apríl 1962. Fyrrum kona hans Sólveig Karlsdóttir.
3. Reynir Sigurbjörnsson rafvirkjameistari, f. 11. maí 1966. Kona hans Helga Ögmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.