Guðmunda Ólafsdóttir (Goðafelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmunda Ólafsdóttir frá Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 2. október 1907 og lést 29. maí 1999 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Ólafur Pálsson frá Svínhaga á Rangárvöllum, bóndi, f. 9. apríl 1877, d. 29. desember 1951, og kona hans Sigríður Ólafsdóttir frá Lágafelli í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 26. maí 1876, d. 21. júní 1961.

Móðursystkini Guðmundu – í Eyjum:
1. Þórdís Ólafsdóttir vinnukona í Skuld, f. 21. mars 1865 á Bryggjum í A-Landeyjum, d. 21. október 1957.
2. Guðmundur Ólafsson vélstjóri á Hrafnagili, f. 21. febrúar 1883, d. 20. september 1965.

Guðmunda var með foreldrum sínum.
Þau Ísleifur giftu sig 1928, eignuðust eitt barn lifandi og annað, sem fæddist andvana.
Þau fluttu til Eyja 1928, bjuggu í fyrstu í Héðinshöfða við Hásteinsveg 36, voru komin að Goðafelli við Hvítingaveg 3 við fæðingu Ástþórs 1933 og bjuggu þar.
Guðmunda lést 1999 og Ísleifur 2001.

I. Maður Guðmundu, (25. september 1928), var Ísleifur Ingvarsson frá Klömbru u. Eyjafjöllum, verkamaður, verkstjóri, f. þar 27. mars 1905, d. 22. janúar 2001.
Börn þeirra:
1. Ástþór Eydal Ísleifsson vélstjóri, f. 9. júlí 1933. Kona hans Ester Zóphoníasdóttir.
2. Drengur fæddur andvana 1937.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.