Guðlaugur Stefánsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðlaugur Stefánsson.

Guðlaugur Stefánsson frá Lundi við Vesturveg 12, kennari fæddist þar 12. júlí 1936 og lést 12. febrúar 2023 á Landakoti.
Foreldrar hans voru Stefán Pétur Pétursson verkamaður, sjómaður, vélstjóri, f. 13. nóvember 1915 (pr.þj.bók 27. okt. 1915) á Hallormsstað í Vallahreppi, S.-Múl., d. 24. desember 1982, og kona hans Halla Bergsteina Guðlaugsdóttir frá Odda við Vestmannabraut 63, húsfreyja, f. þar 5. nóvember 1918, d. 17. ágúst 1997.

Börn Höllu og Stefáns:
1. Guðlaugur Stefánsson kennari, f. 12. júlí 1936 á Lundi.
2. Halla Valgerður Stefánsdóttir, f. 10. október 1937 í Miðey við Heimagötu 33.
3. Stúlka, f. 2. júní 1942 í Neskaupstað, d. 15. október 1942.
4. Stefanía Una Stefánsdóttir, f. 7. janúar 1947 á Brennu í Neskaupstað.

Guðlaugur var með foreldrum sínum í æsku, á Lundi og í Miðey, flutti með þeim til Neskaupstaðar 1939.
Hann lauk landsprófi í Neskaupstað 1952, varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1956, las þýskar bókmenntir í Christian-Albrecht háskólanum í Kiel 1958-1959, lauk kennaraprófi í stúdentadeild Kennaraskólans 1960, lauk BA-prófi í þýsku, dönsku og uppeldisfræði í Háskóla Íslands í janúar 1963.
Guðlaugur kenndi í Vogaskóla, gagnfæðadeild 1962-1972, í Menntaskólanum við Tjörnina (varð síðar Menntaskólinn við Sund) frá 1972 (þýska) til 2006, Námsflokkum Reykjavíkur 1964-1969 (þýska), stundakennari í Menntaskólanum í Reykjavík 1968-1970.
Guðlaugur var verkstjóri í Vinnuskóla Reykjavíkur 1962-1977 og 1980-1984, var formaður íþróttafélagsins Þróttar í Neskaupstað 1959-1963, í stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands 1959-1960.
Guðlaugur sat í stjórn Félags háskólamenntaðra kennara 1969-1973.
Þau Lilja Jóhanna giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Guðlaugs, (16. júní 1962), er Lilja Jóhanna Gunnarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 1. október 1940 í Rvk. Foreldrar hennar voru Gunnar Espólín Benediktsson forstjóri, hæstaréttarlögmaður, f. 30. júní 1891, d. 13. febrúar 1955, og kona hans Jórunn Ísleifsdóttir húsfreyja, ritari, f. 2. nóvember 1910, d. 28. desember 1999.
Börn þeirra:
1. Stefán Guðlaugsson byggingaverkfræðingur, f. 25. nóvember 1962.
2. Jórunn Sjöfn Guðlaugsdóttir, f. 9. febrúar 1967. Barnsfaðir hennar Gunnar Jökull Þórðarson.
3. Halla Sif Guðlaugsdóttir, f. 9. ágúst 1979. Fyrrum maður hennar Rodrigues.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 24. febrúar 2023. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.