Guðlaugur Lárusson (Landamótum)
Fara í flakk
Fara í leit
Guðlaugur Lárusson frá Álftagróf í Mýrdal, bifreiðastjóri, sútari, verslunarmaður fæddist þar 27. maí 1895 og lést 10. júní 1969 í Rvk.
Foreldrar hans voru Lárus Mikael Pálmi Finnsson bóndi, f. 24. júlí 1856 í Keldudal í Mýrdal, d. 3. janúar 1939, og kona hans Arnlaug Einarsdóttir húsfreyja, f. 18. apríl 1867 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 6. mars 1940.
Guðlaugur var með foreldrum sínum í Álftagróf til 1904, fór þá að Bjólu í Djúpárhreppi, Rang., var þar vinnumaður 1910, var bifreiðastjóri í Eyjum 1920, bjó á Landamótum við Vesturveg 3a, fluttist til Rvk 1921, var þar sútari 1921 og 1930, verslunarmaður 1939, húsvörður 1948.
Hann lést 1969.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.