Guðlaug Einarsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Einarsdóttir húsfreyja í Rútsstaðahjáleigu í Flóa, síðar húsfreyja í Eyjum fæddist 5. ágúst 1802 í Gerðum í V-Landeyjum og lést 9. nóvember 1858 í Gerðum.
Foreldrar hennar voru Einar Guðnason bóndi í Gerðum í V-Landeyjum, f. 1768, d. 11. júlí 1858, og kona hans Þórhildur Jónsdóttir húsfreyja, skírð 20. ágúst 1774, d. 2. maí 1851.

Guðlaug var húsfreyja í Rútsstaðahjáleigu í Flóa 1835, en þau Vigfús fluttust að Kirkjubæ 1838, voru þar vinnufólk 1840, en húsfólk 1845.
Guðlaug sneri til lands og var vinnukona hjá bróður sínum í Gerðum 1850. Þau Vigfús voru vinnufólk þar 1855.
Guðlaug lést 1858.

Maður Guðlaugar, (9. október 1834), var Vigfús Jónsson bóndi í Rútsstaðahjáleigu, síðar húsmaður á Kirkjubæ í Eyjum, f. 1798, d. 9. nóvember 1878.
Börn finnast ekki hjá þeim.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.