Ólafur Guðjónsson (Sigtúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Guðjónsson frá Sigtúni, bifvélavirki í Hfirði fæddist 11. júní 1911 á Eyrarbakka og lést 22. október 1987.
Foreldrar hans voru Guðjón Guðmundsson trésmíðameistari og sjómaður í Sigtúni, f. 25. september 1867 í Þykkvabæ í Holtum, d. 31. janúar 1952, og Elín Bjarnadóttir húsfreyja, f. 20. nóvember 1865 í Klömbru undir Eyjafjöllum, d. 18. nóvember 1948.

Börn Guðjóns og Elínar:
1. Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1898, d. 16. ágúst 1983.
2. Jónína Guðjónsdóttir, f. um 1899, húsfreyja.
3. Davíð Guðjónsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 16. september 1902, d. 12. maí 1984.
4. Rannveig Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. desember 1905, d. 13. desember 1996.
5. Ólafur Guðjónsson bifvélavirki í Hafnarfirði, f. 11. júní 1911, d. 22. október 1987.

Þau Stefanía giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hfirði.

I. Kona Ólafs er Stefanía Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1917, d. 13. nóvember 2008. Foreldrar hennar Þórunn Kristjánsdóttir, f. 12. ágúst 1890, d. 22. nóvember 1966, og Guðmundur Eiríksson, f. 12. júní 1874, d. 27. apríl 1935. Fósturforeldrar Stefaníu voru Þorleifur Árnason og Guðríður Guðmundsdóttir.
Börn þeirra:
1. Þórir Guðmundur Ólafsson, f. 22. júní 1939, d. 9. júní 1996.
2. Elín Sigríður Ólafsdóttir, f. 25. júní 1946, d. 22. október 1987.
3. Guðjón Magnús Ólafsson, f. 19. júní 1956.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.