Guðjón Þorvaldsson (Stakkahlíð)
Guðjón Þorvaldsson í Stakkahlíð við Vestmannabraut 24, (síðar nefnt Arnarholt) fæddist 20. september 1879 og lést líklega í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Þorvaldur Þorsteinsson bóndi á Bringum í Mosfellssveit, f. 28. júlí 1836, d. 19. nóvember 1911, og Guðbjörg Jónsdóttir, niðursetningur í Helli í Ölfusi 1870, stödd í Elliðakoti í Gufunessókn 1880, f. 18. júní 1861. Þar var Þorvaldur Þorsteinsson bóndi líka staddur.
Guðjón var tökubarn á Hólmum í Landeyjum 1880, léttadrengur í Miðey þar 1890.
Hann flutti til Eyja 1899, var vinnumaður hjá Jóhönnu Árnadóttur og Gísla Lárussyni í Stakkagerði 1901.
Þau Ragnhildur giftu sig 1908, bjuggu á Garðsstöðum 1906-1908, í Stakkahlíð 1909.
Þau fluttu til Vesturheims, bjuggu líklega í Winnipeg eða Selkirk. Hann var hermaður í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni. Frekari vitneskja er ekki til staðar.
I. Kona Guðjóns, (20. maí 1908), var Ragnhildur Svipmundsdóttir frá Loftsölum í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 11. desember 1879.
Barn þeirra fætt hér á landi:
1. Þorsteinn Guðjónsson, f. 7. janúar 1906, d. 28. janúar 1906.
Úr Heimskringlu í Winnipeg 25. desember 1946:
UPPLÝSINGAR ÓSKAST
Ræðismannsskrifstofa Íslands
hefir verið beðin að reyna að
afla upplýsinga um Ragnhildi
Svipmundsdóttur, ættaða úr
Mýrdal í Vestur-Skaptafellssýslu,
er fluttist vestur um haf
til Canada með manni sínum,
Guðjóni Þorvaldssyni. Þau hjónin
bjuggu, eftir því sem talið er,
í Winnipeg eða Selkirk þar til
Guðjón andaðist. Meðan þau voru gift gekk hún undir nafninu Mrs. Ragnhildur Thorvaldson.
Eftir lát Guðjóns mun Ragnhildur hafa gifst norskum manni Olsen að nafni og gekk þá undir nafninu Hilda Olsen.
Er talið að þau hafi búið í Winnipeg 1927, en síðan hefir ekkert frá henni fréttst. Það er talið að
um 40 ár séu liðin síðan þau Ragnhildur og Guðjón fluttust vestur um haf.
Skrifstofunni væri kærkomið að fá vitneskju um hvort kona þessi sé enn lifandi og hvernig högum hennar
er varið, og hvar heimilisfang hennar muni vera.
Upplýsingar sendast til Consulate of Iceland,
910 Palmerston Ave., Winnipeg
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimskringla, blað í Winnipeg 25. desember 1946.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.