Guðbjartur Daníelsson (Hellishólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjartur Daníelsson.

Guðbjartur Daníelsson frá Hellishólum við Bröttugötu 10, húsasmiður fæddist þar 18. nóvember 1950.
Foreldrar hans voru Daníel Guðmundsson bifreiðastjóri, innheimtumaður, f. 14. nóvember 1925 í Hafnarfirði, d. 19. júlí 1996, og kona hans Marta Hjartardóttir frá Hellisholti, húsfreyja, f. þar 30. júní 1926, d. 17. janúar 2021 í Reykjanesbæ.

Guðbjartur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk námi í Hlíðardalsskóla 1965, lærði húsamíði hjá Skæringi Georgssyni og í Iðnskólanum í Eyjum, varð sveinn 1972.
Guðbjartur hefur unnið við iðn sína.
Þau Guðmunda Lára giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Kirkjubraut 35 í Njarðvík.

I. Kona Guðbjarts, (2. september 1973), er Guðmunda Lára Guðmundsdóttir kennari, f. 19. júní 1950. Foreldrar hennar Guðmundur Oddgeir Jónsson frá Skárastöðum í Miðfirði, sjómaður, f. 19. mars 1922, d. 26. september 1986, og kona hans Þorbjörg Georgsdóttir frá Miðhúsum í Breiðuvík á Snæf., húsfreyja, forstöðukona, verkakona í Hafnarfirði, f. 17. mars 1928, d. 16. júní 2010.
Börn þeirra:
1. Daníel Fannar Guðbjartsson, f. 16. desember 1973. Kona hans Una Hlín Valtýsdóttir.
2. Ásgeir Snær Guðbjartsson, f. 24. maí 1977. Kona hans Ólöf Magnea Sverrisdóttir.
3. Hjörtur Magnús Guðbjartsson, f. 6. júní 1983. Kona hans Vilborg Pétursdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Iðnaðarmannatal Suðurnesja. Iðunn bókaútgáfa. Reykjavík 1983.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 28. júní 2010. Minning Þorbjargar Georgsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.