Guðbjörg Sigurðardóttir (Grímshjalli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Sigurðardóttir vinnukona í Kornhól, Grímshjalli og Norðurgarði fæddist 1803 í V-Landeyjum (Útlandeyjum).
Hún var 23 ára vinnukona í Kornhól 1826, 24 ára þar 1827, 25 ára vinnukona í Norðurgarði 1828, í Grímshjalli 1829.
Innkoma og brottflutningur hennar úr Eyjum finnast ekki skráð, en í skrám Dalssóknar kom Guðbjörg frá Eyjum að Stóru-Mörk 1829, 27 ára, var 34 ára vinnukona þar 1835, í Dalseli 1840 og enn 1860, fædd í Sigluvíkursókn í V-Landeyjum (Útlandeyjum).

I. Barnsfaðir hennar var Árni Árnason, sagður vinnumaður á Kornhól. Hann kom að Kornhól úr Skaftafellssýslu 1826, en finnst hvorki fyrr né síðar.
Barn þeirra var
1. Magnús Árnason, f. 14. ágúst 1827, d. 21. ágúst úr ginklofa.

II. Barnsfaðir Guðbjargar var Árni Magnússon, „í Oddasókn“ við fæðingu Hildar.
Barn þeirra var
2. Hildur Árnadóttir, f. 28. maí 1829 í Grímshjalli, d. 5. júní 1829 úr „Barnaveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.