Bjarghildur Guðnadóttir
Bjarghildur Guðnadóttir húsfreyja fæddist 7. maí 1855 í Sigluvíkursókn í V.-Landeyjum og lést 17. nóvember 1941.
Foreldrar hennar voru Guðni Daníelsson bóndi í Stóru-Hildisey í A.-Landeyjum, f. 21. september 1834, d. 25. maí 1884, og Bjarghildur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1824, d. 29. nóvember 1906. Hún ólst upp hjá föðurforeldrum sínum Daníel Guðnasyni og Guðbjörgu Jónsdóttur bændum á Arnarhóli í V.-Landeyjum
Bjarghildur var fósturbarn á Arnarhóli 1855 og 1860, vinnustúlka þar 1870, hjá foreldrum sínum á Arnarhóli 1889.
Hún var bústýra á Hrauki í Sigluvíkursókn hjá Magnúsi Guðmundssyni bónda 1890 með þrjú börn þeirra.
Magnús lést 1892 og Bjarghildur er líklega sú, sem nefnd er Borghildur Guðnadóttir vinnukona á Strandarhöfði í Breiðabólstaðarsókn 1901 með Guðna son sinn, 11 ára vinnumann, með sér.
Bjarghildur flutti til Guðmundar sonar síns í Dvergasteini í Eyjum 1908, bjó hjá honum þar og á Goðalandi. Hún dvaldi í Eyjum til 1918, en þá flutti hún í Landeyjar. Hún lést hjá Guðna syni sínum á Hólmum í A.-Landeyjum 1941.
I. Sambúðarmaður Bjarghildar var Magnús Guðmundsson bóndi á Hrauki í V.-Landeyjum, f. 29. desember 1852, d. 3. maí 1892. Foreldrar hans voru Guðmundur Pálsson bóndi á Strönd í V.-Landeyjum, d. 13. maí 1808, d. 13. mars 1885 og kona hans Elín Magnúsdóttir húsfreyja, f. 31. janúar 1822, d. 3. september 1885.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Magnússon á Goðalandi, f. 5. september 1877, d. 21. september 1959.
2. Guðbjörg Magnúsdóttir húsfreyja á Litlalandi, f. 27. september 1881, d. 29. mars 1948.
3. Guðni Magnússon bóndi á Hólmum í A.-Landeyjum, f. 12. nóvember 1889, d. 28. september 1978 í Rvk. Kona hans Rósa Andrésdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.