Guðbjörg Ketilsdóttir (Brattlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Ketilsdóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 13. mars 1911 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum og lést 30. janúar 1989.
Foreldrar hennar voru Ketill Ketilsson bóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 13. mars 1865 í Ásólfsskála, d. 23. febrúar 1948, og kona hans Katrín Bjarnardóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1879 í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, d. 18. apríl 1958.

Börn Ketils og Katrínar:
1. Guðbjörg Ketilsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1910, síðast í Kópavogi, d. 30. janúar 1989.
2. Sigríður Ketilsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1915, síðast á Selfossi, d. 9. maí 1998.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Ásólfsskála 1910 og 1920, fluttist með þeim til Eyja 1922. Hún var vinnukona hjá Pálínu í Varmahlíð 1930, var með foreldrum sínum 1934, vinnukona hjá Jónu ljósmóður á Faxastíg 2 1940.
Guðbjörg fluttist til Reykjavíkur, giftist Sveini 1944, eignaðist tvö börn. Hún bjó síðast í Kópavogi.

Maður hennar, (28. október 1944), var Sveinn Gamalíelsson frá Hamri í Svarfaðardal, f. 4. maí 1910, d. 2. mars 2005.
Börn þeirra:
1. Sólveig Vilborg Sveinsdóttir skrifstofumaður í Reykjavík, f. 17. janúar 1945 í Reykjavík, ógift.
2. Gamalíel Sveinsson viðskiptafræðingur í Garðabæ, f. 18. desember 1946 í Reykjavík. Kona hans Vilborg Gunnlaugsdóttir húsfreyja, fulltrúi í Reykjavík, f. 9. mars 1947.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.