Guðbjörg Árnadóttir (Fögruvöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Árnadóttir verkakona, húsfreyja fæddist 5. mars 1893 að Þórisholti í Mýrdal og lést 7. október 1956 í Vík í Mýrdal.
Foreldrar hennar voru Árni Andrésson bóndi á Hellum og víðar, f. 26. apríl 1837 á Reyni í Mýrdal, d. 6. janúar 1916 í Eyjum, og barnsmóðir hans Þorbjörg Ketilsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja, f. 25. júlí 1866, d. 10. janúar 1933.

Hálfsystir Guðbjargar í Eyjum var
1. Málfríður Árnadóttir húsfreyja á Fögruvöllum, f. 13. júlí 1870, d. 18. júní 1960.

Guðbjörg var tökubarn á Reyni í Mýrdal 1893-1895, var með móður sinni í Kerlingardal þar 1897-1898, var tökubarn á Reyni 1898-1901, var með móður sinni á Lækjarbakka í Mýrdal 1901-1903, var léttastúlka í Presthúsum þar 1904-1905.
Hún fór til Eyja 1905, var þar vinnukona og verkakona hjá Málfríði systur sinni á Fögruvöllum, fór að Reyni í Mýrdal 1918, var þar vinnukona 1918-1919, fór til Eyja 1919, var þar 1919–1920, var húskona á Reyni í Mýrdal 1920-1922, húsfreyja þar 1922-1925, á Suður-Götum 1925-1947, bjó síðan í Vík til æviloka.
Þau Brandur giftu sig 1919, eignuðust fjögur börn, en eitt þeirra lést nýfætt.
Guðbjörg lést 1956 og Brandur 1969.

I. Maður Guðbjargar, (1. nóvember 1919), var Brandur Einarsson frá Reynisdal í Mýrdal, húsmaður, bóndi, f. 6. ágúst 1889, d. 1. febrúar 1969.
Börn þeirra:
1. Einar Brandsson, f. 1. júní 1921, d. 6. júní 1921.
2. Árni Hálfdan Brandsson bókhaldari í Kópavogi, f. 6. október 1924, d. 11. maí 2006. Kona hans Þuríður Einarsdóttir.
3. Ólöf Brandsdóttir húsfreyja, starfsmaður á rannsóknastofu, f. 27. maí 1926, d. 11. ágúst 2021. Maður hennar Vallaður Pálsson.
4. Einar Brandsson, f. 1. janúar 1931, d. 18. mars 2005. Kona hans Jónína Vigdís Ármannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.