Brandur Einarsson (Reynisdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Brandur Einarsson frá Reynisdal í Mýrdal, bóndi, verkamaður fæddist 6. ágúst 1889 og lést 1. febrúar 1969 í Rvk.
Foreldrar hans voru Einar Brandsson bóndi, f. 18. mars 1858 í Reynishjáleigu, d. 28. febrúar 1933 á Reyni, og kona hans Sigríður Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1857 á Litlu-Heiði í Mýrdal, d. 31. mars 1935 á Reyni.

Brandur var með foreldrum sínum í Reynisdal til 1890, á Reyni 1890-1919.
Hann fór til Eyja 1919, var þar til 1920, var húsmaður á Reyni í Mýrdal 1920-1922, bóndi þar 1922-1925, á Suður-Götum þar 1825-1847, tómthúsmaður í Vík þar 1947-1957, var hjá dóttur sinni í Kópavogi 1960.
Þau Guðbjörg giftu sig 1919, eignuðust fjögur börn.
Guðbjörg lést 1956 og Brandur 1969.

I. Kona Brands, (1. nóvember 1919), var Guðbjörg Árnadóttir frá Þórisholti í Mýrdal, verkakona, húsfreyja, f. þar 5. mars 1893, d. 7. október 1956 í Vík.
Börn þeirra:
1. Einar Brandsson, f. 1. júní 1921, d. 6. júní 1921.
2. Árni Hálfdan Brandsson bókhaldari í Kópavogi, f. 6. október 1924, d. 11. maí 2006. Kona hans Þuríður Einarsdóttir.
3. Ólöf Brandsdóttir húsfreyja, starfsmaður á rannsóknastofu, f. 27. maí 1926, d. 11. ágúst 2021. Maður hennar Vallaður Pálsson.
4. Einar Brandsson, f. 1. janúar 1931, d. 18. mars 2005. Kona hans Jónína Vigdís Ármannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.