Geirlaug Ögmundsdóttir (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Geirlaug Ögmundsdóttir vinnukona á Vilborgarstöðum fæddist 1774 og lést 6. febrúar 1825 á Vilborgarstöðum.
Hún var vinnukona í Kaldrananesi í Mýrdal 1801, í Pétursey þar í desember á sama ári.
Geirlaug var komin til Eyja 1809 og var þá vinnukona á Miðhúsum, á Vilborgarstöðum 1816 og síðan.
Hún ól þrjú börn, missti fyrsta barnið nýfætt úr ginklofa, annað barnið nær níu mánaða úr veikindum. Yngsta barni lifði, en hrapaði úr Heimakletti 21 árs.
Geirlaug varð holdsveik og lést á Vilborgarstöðum 1825, sögð 61 árs.

I. Barnsfaðir hennar var Engilbert Jónsson.
Barn þeirra var
1. Ragnheiður Engilbertsdóttir, f. 31. mars 1809, d. 6. apríl 1809 úr ginklofa.

II. Barnsfaðir hennar var Ólafur Stefánsson frá Stóra-Gerði.
Barn þeirra var
2. Björn Ólafsson, f. 29. júlí 1810, d. 11. apríl 1811 úr „Barnaveikindum“.

III. Barnsfaðir Geirlaugar var Hans Guðmundsson, síðar í Presthúsum.
Barnið var
3. Sæmundur Hansson vinnumaður, f. 8. júlí 1812, d. 11. október 1833, hrapaði úr Heimakletti.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.