Gísli Hjartarson (framkvæmdastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Hjartarson, rekur Prentsmiðjuna Eyrúnu og Crossfit, fæddist 1. maí 1967.
Foreldrar hans Hjörtur Hermannsson, frá Akureyri, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, verkstjóri, útgerðarstjóri, f. 1. mars 1941, og Rannveig Vigdís Gísladóttir, húsfreyja, verslunarmaður, skrifstofumaður, f. 27. janúar 1946.

Börn Rannveigar Vigdísar og Hjartar
1. Gísli Hjartarson, rekur Prentsmiðjuna Eyrúnu og Crossfit, f. 1. maí 1967. Kona hans er Jóhanna Jóhannsdóttir.
2. Kolbrún Aðalbjörg Hjartardóttir, flugfreyja, f. 26. febrúar 1969. Fyrrum maður hennar Hafliði Sævarsson. Sambúðarmaður Albert Óskarsson.

Gísli eignaðist barn með Ingibjörgu Heiðdal 1999.
Þau Jóhanna giftu sig 2017, eiga ekki börn saman, en hún á tvö börn.

I. Barnsmóðir Gísla er Ingibjörg Heiðdal Friðriksdóttir, f. 14. maí 1966.
Barn þeirra:
1. Vigdís Hind Gísladóttir, f. 27. desember 1999.

II. Kona Gísla, (24. júní 2017), er Jóhanna Jóhannsdóttir, húsfreyja, kennari, rekur líkamsræktarstöðina Hressó, f. 3. apríl 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.