Gísli Björgvinsson (málari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Björgvinsson málari fæddist 4. maí 1961 á Hólagötu 38.
Foreldrar hans Björgvin Magnússon frá Lambhaga við Vesturveg 19, verslunarmaður, kaupmaður, f. 28. september 1928, d. 2. maí 2013, og kona hans Sigríður Kristín Karlsdóttir frá Stokkseyri, húsfreyja, f. 28. apríl 1929, d. 1. mars 2022.

Börn Sigríðar og Björgvins:
1. Magnús Björgvinsson, f. 12. nóvember 1947. Kona hans Kristrún Ingibjartsdóttir, látin.
2. Kristín Björgvinsdóttir, f. 4. mars 1954. Maður hennar Ómar Jónsson.
3. Gísli Björgvinsson, f. 4. maí 1961. Kona hans Nanna Hreinsdóttir.
4. Ásrún Björgvinsdóttir, f. 13. águst 1968. Barnsfaðir hennar Ólafur Ásbjörnsson. Maður hennar Karl Pálsson.

Gísli lærði málaraiðn hjá Jóni Vilhjálmssyni 1978-1982, lauk prófum í Iðnskólanum í Rvk og sveinsprófi vorið 1982, fékk meistarbréf 2014.
Hann er verktaki í grein sinni.
Þau Nanna giftu sig 1982, eignuðust tvö börn.

I. Kona Gísla, (2. október 1982), er Nanna Hreinsdóttir, húsfreyja, framkvæmdastjóri, f. 30. desember 1961. Foreldrar hennar Hreinn Bergsveinsson fulltrúi, f. 6. júlí 1934, og kona hans Valgerður Pálsdóttir, f. 2. nóvember 1936.
Börn þeirra:
1. Bryndís Gísladóttir, fulltrúi í Kvikubanka, f. 30. júní 1982. Barnsfaðir hennar Gísli Finnur Aðalsteinsson. Sambúðarmaður hennar Ágúst Illugason.
2. Andri Gíslason, starfsmaður á hóteli, f. 6. janúar 1992.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.